fbpx

Nýr sumarilmur í stíl við nýju sólgleraugun

Dolce & GabbanaÉg Mæli MeðFallegtIlmirInnblásturLífið MittSS14

Það er dáldið síðan ég sá að Dolce & Gabbana myndi senda frá sér sumarilm. Ég varð strax ótrúlega spennt en sjálf nota ég mest ilmina frá Dolce & Gabbana mér finnst þeir fara sjálfri mér svo vel. Ég nota langmest Pour Femme ilminn frá merkinu en ég er ánæðg með að vera komin með léttan sumarilm frá merkinu í safnið.

Sumarilmurinn kallast Dolce og hann er blómailmur. Innblásturinn fyrir ilmvatnið er fenginn frá Sikileyjum en hönnunartvíeykið velur sér mjög oft stað á Ítalíu, oftar en ekki eyju, til að veita sér innblástur fyrir ilmvötnin sín. Ilmvatnið þykir mér mjög kvenlegt og mjúkt – hér sjáið þið glasið.

dolceSkemmtilegar staðreyndir um ilminn og flöskuna sem ég rakst á í nýjasta tölublaðinu af Allure….

  • Dolce áletrunin á flöskunni er undirskrift föður Domenico Dolce.
  • Slaufan um háls flöskunnar endurspeglar hrifningu hönnuðanna á að para saman slaufur við hin ýmsi dress.
  • Ljósmyndari herferðarinnar var enginn annar en Domenico Dolce.
  • Á ítölsku þýðir dolce sætt (sweet).

Toppnótur:
Papaya blóm og Neroli laufblöð.

Hjarta ilmsins:
Amarillys, Vatnsliljur og Narcissus blóm

Grunnnótur:
Musk og Kashmír

dolce2

Tappinn á flöskunni er í uppáhaldi hjá mér við hönnun hennar. Innblásturinn er fenginn frá marsipan blómum eins og þeim sem eru notuð fyrir kökuskreytingar. Auðvitað er annað merki sem er þekkt fyrir að nota blóm á töppum ilmvatnsglasanna sinna en mér finnst þetta tvennt þó ekki einu sinni sambærilegt. En fyrir utan tappann þá er glasið mjög einfalt. Ilmurinn er auðvitað blómailmur og það er gaman að sjá fyrir sér að glasið sjálft endurspegli stilk blómsins og laufblöðin og svo er toppurinn auðvitað tappinn:)

dolce-dolce-gabbana-fragrance-1Andlit ilmvatnsins er tvítug kanadísk fyrirsæta sem heitir Kate King. Þetta er fyrsta herferðin sem Kate gerir fyrir Dolce & Gabbana en ein af ástæðunum fyrir því að hún var valin í herferðina er útlit hennar, sérstaklega möndulaga augun sem þykja smellpassa inní hópinn á Sikiley en þaðan kemur einmitt innblásturinn fyrir ilminn sjálfan.

Ég er eldheitur aðdáandi Dolce & Gabbana vegna þess barst mér dásamleg gjöf og það má eiginlega segja að ég sé ennþá að jafna mig á sjokkinu sem ég fékk þegar mér voru afhent þessi æðislegu Dolce & Gabbana sólgleraugu.

dolce3Sólgleraugun eru með dökkum glerum og það er skemmtileg áferð í svarta litnum í umgjörðunum sjálfum. Umgjörðin er örlítið skásett en ekki of mikið og mér finnst þau mega flott!
IMG_6040Ég er alsæl með þessi dásamlega fallegu sólgleraugu og enn hamingjusamari þar sem ég fæ að tilkynna ykkur það að innan skamms gæti einhver ykkar orðið jafn heppin og ég og eignast eintak af þessum fallegu sólgleraugum. Fylgist með síðunni minni á næstunni þar sem ég mun segja frá því hvernig þessi gætu orðið ykkar :)

Dolce ilmurinn mun líklega vera sá sumarilmur sem ég kem til með að nota mest ég fýla svona þétta ilmi fyrir mig sjálfa. Ilmvatn í stíl við nýju sólgleraugun er líka eitthvað sem mér mun ekki finnast leiðinlegt að vita að ég skarti.

EH

Bloggarakynning í Make Up Store

Skrifa Innlegg