fbpx

Bloggarakynning í Make Up Store

BaksviðsLífið MittMake Up StoremakeupMakeup ArtistNýjungar í Snyrtivöruheiminum

Mér ásamt fleiri bloggurum var boðið í brunch í gærmorgun í Make Up Store í Smáralindinni. Tilgangurinn fyrir kynningunni var að kynna fyrir okkur nýjungar frá merkinu og línurnar sem eru framundan. Það er ótrúlega gaman að fá að skyggnast aðeins inní framtíðina hjá þessari skemmtilegu verslun – ég var að sjálfsögðu með myndavélina við höndina.

makeupstorekynning18Hér sjáið þið línuna sem er í forgrunni núna Poetic. Þar er einn af fallegu marmaraugnskuggunum sem ég sýndi ykkur í gær, þessi litur er reyndar uppseldur en á morgun er von á nýrri sendingu í verslunina sem inniheldur meðal annars þennan lit.makeupstorekynning16Milk línan inniheldur fallega mjúka liti, þeir eru flestir mattir og ég fæ svona smá pastelfiðring í kringum þá. Virkilega skemmtilegt sambland sem konur með blá augun ættu að sækja í ;) Þessi er í forgrunni í  Make Up Store í júní.makeupstorekynning13Hér er close up af augnskuggunum – varaliturinn er líka möst have!makeupstorekynning15Tribe línan er mjög mikið ég, þessi er næst í forgrunni eða í maí. Litir sem henta mínu litarhafti vel. Sérstaklega gaman að í þessari línu eru tveir marmaraaugnskuggar sem ég á einmitt eftir að sýna ykkur betur.makeupstorekynning14Litríka línan sem þið sjáið hér fyrir ofan man ég ekki alveg hvað heitir en hún er sjúklega skemmtileg. Mikið af skærum og áberandi litum eins og gulum og appelsínugulum tónum. Í línunni er líka einn fallegasti varalitur sem er reyndar varalitapenni sem heitir Bubblegum – ég fékk hann einmitt í goodie pokanum sem við vorum kvaddar með og ég hlakka til að sýna ykkur hann!makeupstorekynning12Veitingarnar sem hún Aldís í Make Up Store töfraði fram voru vægast sagt stókostlegar. Ég sá mikið eftir því að hafa asnast til að fá mér morgunmat um morguninn. En ég reyndar náði að smakka á öllum veitingunum sem þið sjáið hér. Ég veit það er mögulega mjög kvikindislegt að sýna þessar myndir svona án þess að bjóða uppá smakk en ég varð bara að gera það…makeupstorekynning11 makeupstorekynning9 makeupstorekynning7 makeupstorekynning6 makeupstorekynning5 makeupstorekynning4Aldís skvísa með veitingunum sínum, þetta var rosalegt hlaðborð hjá henni!!makeupstorekynning3Ég og Þórunn Ívars skáluðum í smoothie.makeupstorekynning2Hópurinn fíni ásamt Aldísi:)makeupstorekynningEin speglapósa er svo möst bara svona í lokin ;)

Takk fyrir mig Make Up Store – hlakka til að eiga fleiri stundir með þessum æðislegu stelpum!

EH

Ný förðun á dag kemur skapinu í lag

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Kristín María

  7. April 2014

  Vá hvað ég verð að eignast varalitinn úr Milk línunni! Hann er svo ótrúlega flottur og sumarlegur :)
  Annars langaði mig aðeins að forvitnast, hvaða varalit ertu með á seinustu myndinni :)?

 2. Inga Rós

  7. April 2014

  Öfund! Þessar veitingar eru sjúkar líka.