fbpx

Ný förðun á dag kemur skapinu í lag

Lífið MittLúkkmakeupMakeup ArtistSnyrtibuddan mín

Þetta hefur verið mitt mottó síðustu vikur! Manneskjan sem finnst ekkert leiðinlegra en að mála sig á morgnanna og hefur hingað til bara skellt framan í sig BB kremi og maskara (maskarinn er bara
spari) áður en hún heldur til vinnu er farin að mála sig á morgnanna. Ég hugsaði með mér fyrir stuttu hversu mikil synd það væri að eiga allar þessar förðunarvörur og nota þær sjaldan eða aldrei. Þetta væri hreinlega sóun!

Ég ákvað því að setja mér markmið og reyna að venja mig á það að mála mig á hverjum degi. Mér fannst þetta krefjast sérstaklega mikils viljastyrks sérstaklega þegar átakið hófst en nú er ég öll að koma til. Já ég veit þetta hljómar fáránlega en vitið þið mig langaði bara aðeins að breyta til og gera eitthvað skemmtilegt, nýta hugmyndaaflið og fínu förðunarvörurnar sem ég á fyrir sjálfa mig. Ég hef reynt að taka myndir eins oft og ég man eftir því eða eins oft og ég hef haft tíma til og hér sjáið þið nokkrar slíkar sem og vörurnar sem ég notaði.

farðanirdagsins

Dagur eitt var voðalega venjulegur ég var samt með smá metnað og skellti á mig brúnum eyeliner meðfram efri augnhárunum.

farðanirdagsins15

Daginn eftir var metnaðurinn aðeins minni, sama förðun mínus eyelinerinn…

farðanirdagsins2

Vörurnar sem ég notaði: 

Diorskin NUDE BB krem frá Dior, Lumi Magique hyljari frá L’Oreal, Dream Blush í litnum peach frá L’Oreal, Glam Bronze Duo sólarpúður frá L’Oreal, Always Sharp eyeliner frá Smashbox í brúnu og Volume Million Lashes So Couture frá L’Oreal.

farðanirdagsins13

Svo datt mér í hug að hrista aðeins uppí þessu – sama lúkk með öðrum vörum og farða í stað bb krems.

farðanirdagsins14

Vörurnar sem ég notaði:

True Match farðinn frá L’Oreal, True Match hyjarinn frá L’Oreal, Glam Bronze Duo sólarpúður frá L’Oreal, Haute & Naughty maskarinn frá MAC og EOS varasalvi.

farðanirdagsins5

Áfram var þemað náttúrulegt sem er svo sem fínt þar sem ég var að koma mér af sta. Hér ákvað ég samt að vera með ansi sterkan bleikan lit í kinnunum.

farðanirdagsins6

Vörurnar sem ég notaði:

True Match farðinn frá L’Oreal, True Match hyjarinn frá L’Oreal, Glam Bronze Duo sólarpúður frá L’Oreal, True Match le Blush kinnalituri frá LðOreal, Haute & Naughty maskarinn frá MAC og Color Riche Balm frá L’Oreal.

farðanirdagsins10

Svo kom að því að ég tók upp augnskuggana og gerði eitthvað aðeins meira. Ég hef samt ekki enn gengið svona langt aftur í förðunum dagsins en sjáum til hvort það komi aftur að því.

farðanirdagsins12

Vörurnar sem ég notaði:

True Match farðinn frá L’Oreal, True Match hyjarinn frá L’Oreal, Glam Bronze Duo sólarpúður frá L’Oreal, True Match le Blush frá L’Oreal, Haute & Naughty maskarinn frá MAC, Color Riche augnskuggapalletta í litnum Rose Memories frá L’Oreal (til í fríhöfninni – HÉR), Master Precise eyeliner frá Maybelline og Rouge in Love gloss frá Lancome.

farðanirdagsins3

Svo varð ég bara hrikalega léleg í því að taka myndir af förðununum mínum, eiginlega bara af því ég var alltaf eins. En hér breytti ég aðeins til og gerði spíss á eyelinerblýantinn hjá mér. Ég var mjög ánægð með þessa förðun, fannst hún koma vel út :)

farðanirdagsins4+

Vörurnar sem ég notaði:

Diorskin Nude BB krem frá Dior, Correcting BB palletta frá Gosh (inniheldur dökkan og ljósan hyljara ásamt highlighter), Glam Bronze Duo sólarpúður frá L’Oreal, Haute & Naughty maskarinn frá MAC, Always Sharp Eyeliner frá Smashbox í brúnum og Shimmer varalitur frá Bobbi Brown í litnum Ballerina Shimmer.

farðanirdagsins7

Svo var það förðun gærdagsins. Ég ákvað að hafa húðina í aðalhlutverki og gefa henni talsvert mikinn ljóma, hann sést reyndar ekki nógu mikið á myndinni en hann var mikill en samt mjög passlegur. Til að bera förðunarvörurnar á húðina notaði ég bara svampinn frá Real Techniques mér finnst hann bara gefa svo fallega og ómótstæðilega áferð.

farðanirdagsins8 farðanirdagsins9

Vörurnar sem ég notaði:

Garnier Perfect Blur (besti primer sem ég hef prófað þessi er á leið til Íslands), CC krem frá Make Up Store, Diorskin Nude TAN (þennan notaði ég í stað sólarpúðurs en ekki til að skyggja til að tana aðeins), Lumi Magique primerinn, Shiseido Sheer Eyeshine Corrector, High Tech Lighter í lintum Earth frá Make Up Store, Marble Eyeshadow í litnum Indus Gold frá Make Up Store, Le Volume maskarinn frá Make Up Store og Varalitur frá MAC í litnum Please Me.

Að lokum langar mig að plata ykkur til að líta aftur yfir myndirnar og sjá þróunina á augabrúnunum mínum sem eru alveg að verða eins og ég vil að þær séu – Brooke Shields er alveg að mæta takk fyrir!

EH

Snilldar flókabursti!

Skrifa Innlegg

12 Skilaboð

 1. Kristín María

  6. April 2014

  Ég hugsaði einmitt hvað augabrúnirnar væru flottar á síðustu myndinni. Áfram villtar brúnir!

 2. Perla Kristín

  6. April 2014

  Hvað finnst þér um Correcting BB palettuna frá GOSH ? :)

  • Ég er mjög hrifin af þessu concepti og ég er farin að nota hana allt í einu mjög mikið. En litirnir mættu vera þykkari og hylja þar af leiðandi betur en þeir henta vel fyrir léttar skyggingar andlitsins og highlighterinn finnst mér mjög flottur, hann er svo þunnur og ljóminn verður þess vegna mjög náttúrulegur. En ef þú ert að leita þér að hyljara þá myndi þessi kannski ekki henta ef þú þarft mikla þekju.

 3. Áslaug

  6. April 2014

  þessi so coture maskari frá loreal er snilld. Besti maskari sem ég hef prufað fyrir utan kannski benefit the real. Takk fyrir að benda mér á hann

 4. María H

  6. April 2014

  Hvaða farða mæliru með? er að fara út og langar að kaupa mér í fríhöfninni, vantar einhvern góðann? :)

  • Þú verður að gefa mér meiri upplýsingar;) hvernig huð ertu með og hvernig farða viltu helst?? – getur líka sent mér póst:)

 5. Bryndís Gunnlaugsdóttir

  6. April 2014

  Sammála með maskarann – ákvað að kaupa hann eftir að þú mældir með honum og er hæstánægð með hann – mun pottþétt kaupa hann aftur

 6. Tinna Tómasdóttir

  7. April 2014

  Ég er alveg sammála þér með Garnier Perfect Blur. Ég keypti hann í H&M eftir að þú mæltir með honum á blogginu og er mjög ánægð með hann. En ég sé að í síðustu förðunninni ertu með tvo primera og er svolítið forvitin að vita hvernig þú notaðir þá :)

  • Perfect Blur fór undir í grunninn eins og á að gera með primera en Lumi primerinn frá L’Oreal nota ég yfirleitt aldrei sem grunn, ég nota hann sem highlighter yfir förðunina – einn besti highlighter sem fyrir finnst að mínu mati :)

 7. Inga Rós

  7. April 2014

  Gaman að sjá svona hugmyndir, er alltaf að reyna að breyta til í hversdagsförðuninni :)