NEW IN: LOÐINNISKÓR

LOOKNEW INTÍSKAUPPÁHALDS

Ég var svo heppin að fá par af nýju loðinniskónum frá merkinu Bocanegra en það er nýtt merki í GS SkómÉg valdi mér svarta einfalda en loðnir inniskór hafa lengi verið á óskalistanum.. Skórnir komu einnig í bleiku, beige & blönduðum lit sem eru mjög sérstakir & flottir! Einnig er hægt að kaupa með þykkari botn en ég valdi mér þynnri. Skórnir eru mjög ódýrir en þeir kosta 6.995 kr. Ég get ekki beðið eftir að klæðast þeim á Spáni í næstu viku… Hlakka til að sýna ykkur myndir frá þeirri ferð – endilega fylgist með mér á Instagram @sigridurr.

xSokkarnir eru frá Lindex..
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamaggaimg_9863

Hef ég sagt ykkur að ég elska Veet?

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Já ég elska vörurnar frá þessu merki og hef alltaf gert – vinna mín í bjútíbransanum hefur sko engin áhrif á þessa ást mína sem hefur verið skilyrðislaus í vel yfir áratug núna. Sjáið til ég nefninlega man aldrei eftir því að fara í vax, ég geri allt heima hjá mér og mér finnst það yfirleitt bara lang þægilegast. Ég tók smá svona tímabil þar sem ég var dugleg að fara í vax en svo bara hætti ég algjörlega að nenna að taka frá tíma úr deginum til þess að fara, það er svo fínt að gera þetta bara heima. Ég hef alltaf notað vörurnar frá Veet alveg frá því barátta mín við hárin hófst. Sjáið þið til ég er nefninlega með skjanna hvíta og viðkvæma húð og hárin sem umlykja líkamann eru dáldið mikið kolsvört. Ég er reyndar óstressaðasta manneskja í heimi þegar kemur að líkamshárum en mér finnst alltaf snyrtilegra að losa þau burt svona af þessum helstu svæðum yfir sumartímann.

Ég hef prófað ýmsar vörur frá Veet og á meirað segja eina alveg stórkostlega vax græju hér heima við frá merkinu sem ég hef stundum gripið til. Ég er þó heldur ávanaföst þegar kemur að vörum frá merkinu og ég hef alltaf bara notað venjulega og klassíska háreyðingarkremið – bæði fyrir fætur og bikiní svæði. Mér hefur alltaf þótt vörurnar frábærar, lyktin finnst mér góð og þær fara vel með mína viðkvæmu húð. Ég prófaði nýja vöru (hún er ný fyrir mér) bara núna í kvöld og ég gat hreinlega ekki beðið eftir því að kynna hana fyrir ykkur – líklegast er þó að ég sé síðust með fréttirnar og ég kenni þá sjálfri mér um….

veetsprey

Eins mikið og ég elska háreyðingarkremið og nota það óspart þegar ég þarf á því að halda þá fer áferðin alltaf smá í taugarnar á mér hún er bara svo þykk. En ég pæli bara lítið í því lengur og bara ber kremið á og þríf hendurnar vel með sápu. Ég fékk sýnishorn af Spray On Hair Removal Cream frá Veet fyrir myndatöku fyrir Reykjavík Makeup Journal í síðustu viku. Þar sem það kom nú loks sandalaveður í dag ákvað ég að prófa þessa vöru svona af því ég er svo vanaföst með þetta. Stelpur ég er ekkert að grínast með það að það heyrðist VÁÁÁ…..! þegar ég úðaði kreminu yfir fæturnar. Ég elska þessa vöru og ég tek fagnandi á móti henni í líf mitt, ég vona að kremið fyrirgefi mér þó ég fari að svíkja það núna á næstunni því ég veit ekki hvernig ég gat ekki vitað af þessari snilld. Kreminu úða ég bara yfir alla fótleggina og þarf engar áhyggjur að hafa af því að það dreifist jafnt því stúturinn sá um það og ég var að prófa vöruna í fyrsta sinn.

Ef þið eruð Veet elskendur eins og ég og hafið ekki prófað þessa vöru þá eruð þið að missa af miklu – ef ég er eini Veet elskandinn sem vissi ekki af þessari snilld þá mun ég skammast mín djúpt en ekki segja mér það ég gæti farið að gráta… (hormónar).

Ég veit ég hljóma sannarlega skrítin að vera svona áköf og undarleg með þessa uppgötvun mína þegar kemur að háreyðingarvörum. En í alvöru þið vitið ekki hvað þessi litla uppgötvun mín gladdi mitt litla hjarta. Ég er nefninlega orðin dáldið mikið stór um mig að mér er farið að reynast erfitt að gera þessa litlu hluti bara eins og að lakka tærnar og setja háreyðingarkrem á lappirnar – nú er ég alla veg komin með lausn við seinna „vandamálinu“ og ef þið hafið einhver tíman verið hormónafullar óléttar konur þá vitið þið hvað svona litlir hlutir geta glatt mann mikið og dregið fram gleðitár – ég er ekki að ýkja það kom tár.

Njótið kvöldsins – það ætla ég að gera með mjúku og hárlausu löppunum mínum sem fá svo góða sjálfbrúnku á morgun!

EH

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda til umfjöllunar í Reykjavík Makeup Journal. Færslan er skrifuð af mínu eigin frumkvæði og af mikilli einlægni – ég er að missa mig úr gleði yfir þessari uppgötvun…

ZARA // ÞRJÁR FLÍKUR

FATNAÐURLANGAR ÍNÝTT

1774004776_2_3_1
1774004776_2_5_1
7288100533_2_3_1
7288100533_2_4_1

2270662800_2_1_1
2270662800_2_3_1

Ég hef haft augastað á þremur fallegum flíkum núna undanfarið frá Zöru þar sem ég renn reglulega í gegnum netsíðuna þeirra. Það gladdi mig því mjög mikið þegar ég fann eina flíkina í Zöru búð í Portugal þegar ég var þar í seinustu viku. Ég hljóp inn í búðina og náði c.a hálftíma en það var frekar erfitt þar sem ég vildi að ég hefði meiri tíma, því mig langaði að máta svo mikið meira.

Ég náði að kaupa þessar fallegu svörtu flare buxur, en mig hefur lengi langað í svona útvíðar buxur en aldrei fundið neinar sem passa almennilega á mig. Þessar pössuðu þó fullkomnlega á mig- nema það þarf að stytta þær smá þar sem ég er bara 160 á hæð og lendi regluleg í því veseni að buxur séu of síðar á mig. Líklegast nokkrar sem kannast við það.

Ég stefni á að kaupa leðurkjólinn á næstunni þar sem ég hef séð hann nokkrum sinnum í Zöru hér á Íslandi en hef ekki rekist á rúskinnsjakkann ennþá. Þetta er allt fullkomið í sumar.
Þið getið skoðað Zöru síðuna HÉR.
xx
// Karin

Nýr sumarilmur í stíl við nýju sólgleraugun

Dolce & GabbanaÉg Mæli MeðFallegtIlmirInnblásturLífið MittSS14

Það er dáldið síðan ég sá að Dolce & Gabbana myndi senda frá sér sumarilm. Ég varð strax ótrúlega spennt en sjálf nota ég mest ilmina frá Dolce & Gabbana mér finnst þeir fara sjálfri mér svo vel. Ég nota langmest Pour Femme ilminn frá merkinu en ég er ánæðg með að vera komin með léttan sumarilm frá merkinu í safnið.

Sumarilmurinn kallast Dolce og hann er blómailmur. Innblásturinn fyrir ilmvatnið er fenginn frá Sikileyjum en hönnunartvíeykið velur sér mjög oft stað á Ítalíu, oftar en ekki eyju, til að veita sér innblástur fyrir ilmvötnin sín. Ilmvatnið þykir mér mjög kvenlegt og mjúkt – hér sjáið þið glasið.

dolceSkemmtilegar staðreyndir um ilminn og flöskuna sem ég rakst á í nýjasta tölublaðinu af Allure….

  • Dolce áletrunin á flöskunni er undirskrift föður Domenico Dolce.
  • Slaufan um háls flöskunnar endurspeglar hrifningu hönnuðanna á að para saman slaufur við hin ýmsi dress.
  • Ljósmyndari herferðarinnar var enginn annar en Domenico Dolce.
  • Á ítölsku þýðir dolce sætt (sweet).

Toppnótur:
Papaya blóm og Neroli laufblöð.

Hjarta ilmsins:
Amarillys, Vatnsliljur og Narcissus blóm

Grunnnótur:
Musk og Kashmír

dolce2

Tappinn á flöskunni er í uppáhaldi hjá mér við hönnun hennar. Innblásturinn er fenginn frá marsipan blómum eins og þeim sem eru notuð fyrir kökuskreytingar. Auðvitað er annað merki sem er þekkt fyrir að nota blóm á töppum ilmvatnsglasanna sinna en mér finnst þetta tvennt þó ekki einu sinni sambærilegt. En fyrir utan tappann þá er glasið mjög einfalt. Ilmurinn er auðvitað blómailmur og það er gaman að sjá fyrir sér að glasið sjálft endurspegli stilk blómsins og laufblöðin og svo er toppurinn auðvitað tappinn:)

dolce-dolce-gabbana-fragrance-1Andlit ilmvatnsins er tvítug kanadísk fyrirsæta sem heitir Kate King. Þetta er fyrsta herferðin sem Kate gerir fyrir Dolce & Gabbana en ein af ástæðunum fyrir því að hún var valin í herferðina er útlit hennar, sérstaklega möndulaga augun sem þykja smellpassa inní hópinn á Sikiley en þaðan kemur einmitt innblásturinn fyrir ilminn sjálfan.

Ég er eldheitur aðdáandi Dolce & Gabbana vegna þess barst mér dásamleg gjöf og það má eiginlega segja að ég sé ennþá að jafna mig á sjokkinu sem ég fékk þegar mér voru afhent þessi æðislegu Dolce & Gabbana sólgleraugu.

dolce3Sólgleraugun eru með dökkum glerum og það er skemmtileg áferð í svarta litnum í umgjörðunum sjálfum. Umgjörðin er örlítið skásett en ekki of mikið og mér finnst þau mega flott!
IMG_6040Ég er alsæl með þessi dásamlega fallegu sólgleraugu og enn hamingjusamari þar sem ég fæ að tilkynna ykkur það að innan skamms gæti einhver ykkar orðið jafn heppin og ég og eignast eintak af þessum fallegu sólgleraugum. Fylgist með síðunni minni á næstunni þar sem ég mun segja frá því hvernig þessi gætu orðið ykkar :)

Dolce ilmurinn mun líklega vera sá sumarilmur sem ég kem til með að nota mest ég fýla svona þétta ilmi fyrir mig sjálfa. Ilmvatn í stíl við nýju sólgleraugun er líka eitthvað sem mér mun ekki finnast leiðinlegt að vita að ég skarti.

EH