fbpx

Hef ég sagt ykkur að ég elska Veet?

Ég Mæli MeðLífið Mitt

Já ég elska vörurnar frá þessu merki og hef alltaf gert – vinna mín í bjútíbransanum hefur sko engin áhrif á þessa ást mína sem hefur verið skilyrðislaus í vel yfir áratug núna. Sjáið til ég nefninlega man aldrei eftir því að fara í vax, ég geri allt heima hjá mér og mér finnst það yfirleitt bara lang þægilegast. Ég tók smá svona tímabil þar sem ég var dugleg að fara í vax en svo bara hætti ég algjörlega að nenna að taka frá tíma úr deginum til þess að fara, það er svo fínt að gera þetta bara heima. Ég hef alltaf notað vörurnar frá Veet alveg frá því barátta mín við hárin hófst. Sjáið þið til ég er nefninlega með skjanna hvíta og viðkvæma húð og hárin sem umlykja líkamann eru dáldið mikið kolsvört. Ég er reyndar óstressaðasta manneskja í heimi þegar kemur að líkamshárum en mér finnst alltaf snyrtilegra að losa þau burt svona af þessum helstu svæðum yfir sumartímann.

Ég hef prófað ýmsar vörur frá Veet og á meirað segja eina alveg stórkostlega vax græju hér heima við frá merkinu sem ég hef stundum gripið til. Ég er þó heldur ávanaföst þegar kemur að vörum frá merkinu og ég hef alltaf bara notað venjulega og klassíska háreyðingarkremið – bæði fyrir fætur og bikiní svæði. Mér hefur alltaf þótt vörurnar frábærar, lyktin finnst mér góð og þær fara vel með mína viðkvæmu húð. Ég prófaði nýja vöru (hún er ný fyrir mér) bara núna í kvöld og ég gat hreinlega ekki beðið eftir því að kynna hana fyrir ykkur – líklegast er þó að ég sé síðust með fréttirnar og ég kenni þá sjálfri mér um….

veetsprey

Eins mikið og ég elska háreyðingarkremið og nota það óspart þegar ég þarf á því að halda þá fer áferðin alltaf smá í taugarnar á mér hún er bara svo þykk. En ég pæli bara lítið í því lengur og bara ber kremið á og þríf hendurnar vel með sápu. Ég fékk sýnishorn af Spray On Hair Removal Cream frá Veet fyrir myndatöku fyrir Reykjavík Makeup Journal í síðustu viku. Þar sem það kom nú loks sandalaveður í dag ákvað ég að prófa þessa vöru svona af því ég er svo vanaföst með þetta. Stelpur ég er ekkert að grínast með það að það heyrðist VÁÁÁ…..! þegar ég úðaði kreminu yfir fæturnar. Ég elska þessa vöru og ég tek fagnandi á móti henni í líf mitt, ég vona að kremið fyrirgefi mér þó ég fari að svíkja það núna á næstunni því ég veit ekki hvernig ég gat ekki vitað af þessari snilld. Kreminu úða ég bara yfir alla fótleggina og þarf engar áhyggjur að hafa af því að það dreifist jafnt því stúturinn sá um það og ég var að prófa vöruna í fyrsta sinn.

Ef þið eruð Veet elskendur eins og ég og hafið ekki prófað þessa vöru þá eruð þið að missa af miklu – ef ég er eini Veet elskandinn sem vissi ekki af þessari snilld þá mun ég skammast mín djúpt en ekki segja mér það ég gæti farið að gráta… (hormónar).

Ég veit ég hljóma sannarlega skrítin að vera svona áköf og undarleg með þessa uppgötvun mína þegar kemur að háreyðingarvörum. En í alvöru þið vitið ekki hvað þessi litla uppgötvun mín gladdi mitt litla hjarta. Ég er nefninlega orðin dáldið mikið stór um mig að mér er farið að reynast erfitt að gera þessa litlu hluti bara eins og að lakka tærnar og setja háreyðingarkrem á lappirnar – nú er ég alla veg komin með lausn við seinna „vandamálinu“ og ef þið hafið einhver tíman verið hormónafullar óléttar konur þá vitið þið hvað svona litlir hlutir geta glatt mann mikið og dregið fram gleðitár – ég er ekki að ýkja það kom tár.

Njótið kvöldsins – það ætla ég að gera með mjúku og hárlausu löppunum mínum sem fá svo góða sjálfbrúnku á morgun!

EH

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda til umfjöllunar í Reykjavík Makeup Journal. Færslan er skrifuð af mínu eigin frumkvæði og af mikilli einlægni – ég er að missa mig úr gleði yfir þessari uppgötvun…

Sunnudagslesturinn

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

  1. Ingibjörg

    11. May 2015

    Ú, áhugavert! Hvað líður ca. langur tími á milli skipta með háreyðingarkrem?

    • Hjá mér er eiginlega engin regla á því… en ég myndi slumpa á að meðaltalið hjá mér séu svona um 3 vikur… en það er eflaust jafn misjafnt hjá okkur og við erum margar :)

  2. Rósa

    11. May 2015

    Guð en spennó! Þetta verð ég að prófa. Takk fyrir að deila :)

  3. Hugrún

    12. May 2015

    Notarðu þetta líka í handarkrikann?

  4. Kristrún

    12. May 2015

    Hvar fæst þessi snilld? :)

  5. Lena

    12. May 2015

    Hvernig er það, er alveg ok að nota Veet á meðgöngu, er svo hrædd við öll svona efni

    • Veistu ég hef alla vega aldrei heyrt að það sé ekki í lagi svo ég held það ætti bara að vera í góðu – efnið er í þessu er alla vega bara að fara á fótleggina ekkert annað ;)

  6. Lena

    12. May 2015

    Ok ætla að skoða þetta, hef ekki þorað að nota veet kremið mitt þvi þetta fer eitthvað inn i blóðrásina

  7. Lena

    12. May 2015

    Netið segir ok;) hehe, húðin getur bara verið viðkvæmari gagnvart bruna undan þessu. Læt vaða!