fbpx

ZARA // ÞRJÁR FLÍKUR

FATNAÐURLANGAR ÍNÝTT

1774004776_2_3_1
1774004776_2_5_1
7288100533_2_3_1
7288100533_2_4_1

2270662800_2_1_1
2270662800_2_3_1

Ég hef haft augastað á þremur fallegum flíkum núna undanfarið frá Zöru þar sem ég renn reglulega í gegnum netsíðuna þeirra. Það gladdi mig því mjög mikið þegar ég fann eina flíkina í Zöru búð í Portugal þegar ég var þar í seinustu viku. Ég hljóp inn í búðina og náði c.a hálftíma en það var frekar erfitt þar sem ég vildi að ég hefði meiri tíma, því mig langaði að máta svo mikið meira.

Ég náði að kaupa þessar fallegu svörtu flare buxur, en mig hefur lengi langað í svona útvíðar buxur en aldrei fundið neinar sem passa almennilega á mig. Þessar pössuðu þó fullkomnlega á mig- nema það þarf að stytta þær smá þar sem ég er bara 160 á hæð og lendi regluleg í því veseni að buxur séu of síðar á mig. Líklegast nokkrar sem kannast við það.

Ég stefni á að kaupa leðurkjólinn á næstunni þar sem ég hef séð hann nokkrum sinnum í Zöru hér á Íslandi en hef ekki rekist á rúskinnsjakkann ennþá. Þetta er allt fullkomið í sumar.
Þið getið skoðað Zöru síðuna HÉR.
xx
// Karin

LÚKK - MOSS BY ELÍSABET GUNNARS

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Lára

  29. April 2015

  Hvar í Portúgal varstu? :-)

  • Sveinsdætur

   19. May 2015

   Ég keypti flíkurnar í Aveiro sem er mjög fallegur bær. En ég var annars að spila á festivali sem heitir Westway lab í Guimarães og svo fórum líka til Talhadas. Mjög öðruvísi og skemmtilegir staðir :)