fbpx

Viðtalið í Vikunni – ef einhver vill lesa :)

Lífið Mitt

Nú er komin nýtt tölublað af Vikunni í sölu í verslunum landsins, það er ekki lengur undirrituð sem tekur fagnandi á móti ykkur við búðarkassann í Hagkaup. Svo nú má ég deila með ykkur viðtalinu mínu – svona ef ykkur vantar eitthvað smá lesefni með kaffibolla helgarinnar.

Mér fannst þetta ótrúlega gott tækifæri fyrir mig til að aðeins ná að bæði létta af mér og mögulega að ná að breiða boðskapnum um jákvætt hugarfar og hvað það er bara fullkomlega mannlegt að gera mistök og bara læra af þeim. Ég vona því að þið munið njóta lestursins – gjörið svo vel…01 fors copy 234-38 forsiduvidtal134-38 forsiduvidtal234-38 forsiduvidtal334-38 forsiduvidtal434-38 forsiduvidtal5

Ljósmyndari: Rut Sigurðardóttir
Hár & Förðun: Helga Kristjáns
Viðtal: Hildur Friðriksdóttir

Ég er sjálf alveg ótrúlega ánægð með viðtalið og myndirnar líka, ég upplifði svona smá – vá ég er skvísa – móment þegar ég sá þær fyrst. Hún Rut er sannarlega snillingur í sínu fagi og það var yndislegt að fá smá dekur frá henni Helgu og mér þykir svo gaman að heyra hvað margir eru búnir að hrósa sérstaklega förðuninni hennar við mig – hún er sannarlega fagmaður!

Fötin fékk ég í láni hjá henni Andreu vinkonu minni í Hafnafirði og í Selected í Smáralind. Þetta var nú kannski aðeins erfiðara að finna föt en ég hélt en ég var með svo gott fólk í kringum mig að þetta var leikur einn. Spjallið við hana Hildi var svo alveg yndislegt og eins og ég er búin að segja við svo marga þá var svo gott að fá að létta smá af sér og við Hildur vorum held éga bara eins og við höfðum þekkst áratugum saman og minntum ábyggilega á ömmur okkar sem við komumst að í ferlinu að eru einmitt bestu vinkonur – svona er heimurinn lítill.

Takk fyrir mig Vikan – ég er svakalega þakklát fyrir hvað þið gerðuð gott úr sögunni minni***

EH

Sumartrend: Metallic eyeliner

Skrifa Innlegg