fbpx

Sumartrend: Metallic eyeliner

DiorÉg Mæli MeðFallegtLúkkmakeupMakeup ArtistSS15Trend

Þar sem ykkur leist nú sannarlega vel á fyrsta sumartrendið að mínu mati sem ég kynnti um daginn HÉR, þá ætla ég að fylgja því eftir með fyrsta förðunartrendinu. Ég hef alltaf heillast af metallic áferð um augun sérstaklega á sumartíma þegar sólin er sem hæst á lofti. Ástæðan er sú að sólin og dagsbirtan ljóma svo fallega í áferð metallic varanna sem gefa þá um leið augunum aukna birtu og frískleika.

Til að sýna ykkur svona aðeins hvað ég var að meina þá skellti ég í förðun með vörum úr sumarlínu Dior sem ég heillaðist svo sannarlega af. Ég notaði eyelinera með metallic áferð í kringum augun og notaði tvenns konar liti sem tóna svona fallega saman og smellpassa við mín brúnu augu.

metallictrend7

Hér sjáið þið förðunina sem ég gerði með brúntóna augnskuggapallettunni úr Tie Dye línunni sem ég keypti á Miðnæturopnun í Kringlunni um daginn. Ég er alveg húkkt á þessum yndislega fallegu litum sem sem blandast svo fallega saman. Litirnir eru klassískir og flottir ogég á eftir að geta notað hana helling.

metallictrend3

En hér er það metallic áferðin sem er í lykilhlutverki, þó hún sé áberandi á augunum þá er það ekki augnskugganna vegna heldur eyelinersins sem ég gerði með Dioshow Kohl augnskuggablýöntunum sem komu líka í sumarlúkkinu frá Dior.

metallictrend10

Ég nota bronslitinn meðfram efri augnhárunum til að skapa birtu í kringum augun og til að fullkmna blöndun augnskugganna. Þennan keypti ég líka á sama tíma og augnskuggapallettuna. Ég gat bara ekki annað þar sem liturinn kom bara í takmörkuðu upplagi og ég heillaðist samstundis af honum. Áferð litarins dregur birtu umhverfis sig að augunum og endurkastar henni falega frá sér svo augnsvæðið og augun sjálf ljóma.

Undir setti ég svo túrkis litinn sem er algjör töffari! Ég fékk þennan lit sem sýnishorn af vörunum í Tie Dye línunni og fannst tilvalið að nota hann til að poppa all verulega uppá þessa einföldu förðun. Túrkis liturinn fer mínum augum vel, það finnst mér alla vega.

Bronsliturinn er númer 559 og túrkislitaði 379.

metallictrend2 metallictrend8

Hér sjáið þið svo pallettuna fallegu, þessi helst í úrvali hjá Dior sem ég er mjög ánægð með. Sama palletta var notuð til að gera fallega brúðarförðun hjá merkinu sem þið munið sjá í nýjasta Reykjavík Makeup Journal sem ég ætti að vera að klára að skrifa frekar en að skrifa þessa færslu en ég bara varð að breyta svona aðeins til rétt á lokasprettinum!

Loks sjáið þið svo hér augnlokin þar sem ég er með lokuð augun.

metallictrend6

Það sem mér finnst skemmtilegt við að setja bronslitinn þarna meðfram efri augnhárunum er að þetta er svo óalgengt, að setja svona ljósan lit sem eyeliner frekar en dökkan. En á fallegum og björgum sumardegi sem þessum (þrátt fyrir rigningu) er þetta hinn fullkomni fylgihlutur til að poppa uppá augnfarðanir. Svo þarf ekkert endilega að vera með augnskuggana með þessi sæmir sér bara vel einn og sér.

Metallic áferð um augun og þá helst sem eyeliner er eitt af sumartrendunum mínum í ár. Áferðafallegt og látlaust trend og hver og ein þarf bara að velja litatón sem hún fýlar, áferðin sér um rest ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég eða fékk senda sem sýnishorn, það kemur skýrt fram í textanum. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Lífið á Instagram síðustu vikur

Skrifa Innlegg