fbpx

Uppáhalds primerinn minn

Ég Mæli MeðGarnierHúðmakeupMakeup ArtistMakeup Tips

Ég verð að fá að segja ykkur frá uppáhalds primernum mínum sem þið eruð nú reyndar margar nú þegar búnar að spotta á förðunarmyndunum mínum og senda mér spurningar um.

5 sec Perfect Blur frá Garnier er kannski ekki beint eins og primer – heldur er þetta vara sem er búið að taka skrefinu lengra en primera! Því blur kremið gerir húðina mun áferðafallegri, mattari og það minnkar sýnileika svitaholna. Þessi primer fékk að fylgja mér heim úr Matas leiðangri mínum í Kaupmannahöfn í byrjun ársins og leiðir okkar hafa ekki skilist síðan þá. Blur krem er ný kynslóð snyrtivara en hitt blur kremið sem ég veit um er frá L’Oreal en það er með smá lit þetta er alveg litlaust. Blur kremin eins og þið mögulega getið sagt ykkur til um vegna nafnsins eiga að fullkomna áferð húðarinnar með því að minnka sýnileika t.d. svitaholna og fínna lína. En með blur kreminu þá endast förðunarvörurnar lengur á húðinni.

Þennan primer ber ég á húðina eftir að ég er búin að nota rakakrem. Ég ber hann yfir alla húðina og í kjölfar þess verður hún alveg flauelsmjúk. En samkvæmt nafni kremsins 5 sec – tekur aðeins 5 sekúndur að bera kremið á sig. Ég hef nú ekki tekið tímann á þessu en þetta tekur alla vega ekki mikinn tíma:)

blurgarnier2

Helsti kosturinn við þennan primer er hversu ódýr hann er! Minnir að ég hafi borgað í kringum 100 dk fyrir hann en þessi eina túpa er búin að endast mér síðan í byrjun febrúar. Ég nota hann yfirleitt 4-5 sinnum í viku og ég nota hann í allar farðanir sem ég tek að mér. Ég var einmitt með eina prufubrúðarförðun í gær og notaði þennan í grunninn og húð brúðarinnar varð svo ótrúlega falleg. Það var líka magnað að sjá hvernig húðin mattaðist þegar ég bar primerinn á og fyrir og eftir munurinn á húðinni var mikill.

Garnier primerinn er kominn til Íslands og hann gæti verið kominn í búðir en er mögulega bara rétt ókominn og birtist á í næstu viku í hillum Hagkaupa, Krónunnar og Bónus:)

Önnur töfravara sem var að koma frá Garnier er Miracle Skin Cream – þvílík snilld sem ég segi ykkur betur frá síðar.

EH

 

Varalitadagbókin #20

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

30 Skilaboð

  1. Perla Kristín Smáradóttir

    1. May 2014

    Húðin mín verður mjög slæm eftir Garnier vörur ( er búin að prófa BB kremin, tvo andlitshreinsi og rakakremið frá þeim) ætti ég þá nokkuð að vera að taka sénsin á þessum primer :)?

    • Mér dettur helst í hug að þú sért þá með ofnæmi fyrir Garnier því miður, ég myndi þá í þínum sporum athuga hvort þú gætir testað hann áður en þú kaupir alla vega. Getur þá prufað að setja smá á handabakið og séð hvernig hún verður. Ég þekki eina sem er með ofnæmi fyrir Garnier svo það gæti bara alveg verið… :/ En þá gætirðu prófað kannski Blur kremið frá L’Oreal í staðin ;)

  2. Erla Kolbrún

    1. May 2014

    þessi er komin í Bónus og kostar rétt um 1000 krónurnar! :-)

  3. Ágústa Björg Kettler Kristjánsd.

    1. May 2014

    Er þetta alveg góð vara fyrir húðina? Þurrkar hún hana eða veldur erting? Hljómar mjög spennandi en ég er með mjög viðkvæma húð.

    • Já ég mæli hiklaust með þessari – mín skraufþurra/viðkvæma húð elskar hana eins og allar vörur frá Garnier. Ég hef líka notað hana á blandaða feita húð og þar hún ótrúlega vel út. Ein af mínum uppáhalds vörum og ég hef ekki enn heyrt slæman hlut um hana. Hefurðu einhverja reynslu af Garnier vörunum, þ.e. þá hvernig húðin þín brást við þeim?

      • Ágústa Björg Kettler Kristjánsd.

        3. May 2014

        Æðislegt. Hlakka til að prufa.
        Ég notaði BB kremið hjá þeim og það var alveg fínt, en gerði ekkert mikið fyrir húðina. Samt enginn ertingur sem er gott.
        Takk fyrir svarið

    • Nei því miður þessi hef ekki heyrt minnst á hana… Getur verið að hún sé til á amerískum markaði – þá getur verið að það sé ekki búið að launcha henni í Evrópu eða mögulega stendur það ekki til. Rosalega misjafnt vöruúrvalið í Evrópu vs USA :( En ég mæli hiklaust með hreinsiolíunni frá Make Up Store eða olíu djúphreinsinum í Top Secrets línu YSL – æðislegar vörur ;)

  4. Rósa

    2. May 2014

    Hæ :)
    Hvaða rakakrem notaru undir?
    Ég fékk mjög þurra húð þegar ég notaði BB kremið frá Garnier en þá var ég reyndar ekki með neitt rakakrem undir, hef aldrei prófað primera en það hljómar mjög vel. En ég er líka með BB frá Guerlain og nota það líka alltaf beint á húðina og þá fæ ég ekki þurra húð. Finnst Guerlain bara svo dýrt þannig að ég keypti Garnier svo ég gæti notað þau til skiptist :) Mæliru með að nota alltaf rakakrem undir?

  5. Inga

    2. May 2014

    Ég keypti svona primer í Danmörku fyrir nokkrum mánuðum og er búin að prófa nokkrum sinnum. Ég kann alls ekki nógu vel við þetta. Setur einhverja feita slykju yfir húðina, sem verður frekar sleip en ekki mjúk. Ég get ekki lýst þessu öðruvísi en bara eins og teflon húð, sem kastar frá sér farðanum á mjög stuttum tíma. Var rosa fín í svona tvo klukkutíma. Þá var allt búið að leka burt nema teflon húðin.
    Hentaði minni húð allavega alls ekki. Nota annars aðrar Garnier vörur frekar mikið og er ánægð með þær.

  6. Bára

    2. May 2014

    Spennandi !!
    Hef verið að nota Smashbox – hlakka til að prófa þennann :)
    Elska að þessar vörur fáist í Bónus, hægt að grípa þær með um leið og maður verslar í matinn.

  7. Hrefna Þórarinsdóttir

    2. May 2014

    Getur verið að hann kosti bara 1.000 Kr. í Bónus??? Ég borgaði 2.500 Kr. fyrir hann í Hagkaup…..

    • Það getur verið mikill verðmunur á milli þessara verslana með snyrtivörur bara eins og aðrar vörur. En ég er ekki með verðin á hreinu sjálf því miður…:(

    • Sigga

      2. May 2014

      nei hann kostar alveg svona 1800 held ég!

    • Hafdís

      2. May 2014

      Ég borgaði 1800 kr. fyrir hann í bónus :)

    • Lórey Rán

      3. May 2014

      Ég sá hann í Bónus í gær minnir að hann hafi verið á milli 1800-1900 krónur.

  8. Bríet Kristý

    2. May 2014

    Kemur primerinn bara í einum lit? er það svona one colour fits all?

  9. Hildur

    3. May 2014

    Sæl og takk fyrir blokkið þitt, ég er orðin húkkd á að lesa það sem þú skrifar. Primerinn kostar 1798,- sama og Miracle Skin Cream. Primerinn er fínn, en mér finnst ég feitarinn í húðinni eftir því sem líður á daginn. En hvað með Miraclekremið, er þetta dagkrem?

    • Hildur

      3. May 2014

      Keypti bæði kremin í Bónus.

    • Miracle Skin Cream er eiginlega bara Litað dagkrem, krem sem gefur fallegan lit sem aðlagast að þínu litarhafti – er fyrst hvítt og þegar það kemst í snertingu við húðina fær það smé lit – og gefur góðan raka! Eina mögulega varan sem ég hef nokkurn tíman prófað sem ég myndi þora að bera á mig án þess að vera með rakakrem undir!

      Takk fyrir fallega kveðju***

  10. Herdís

    4. May 2014

    Búin að prófa þennan nokkrum sinnum og mér finnst hann koma mjög vel út. Er með feita húð og nota alltaf Garnier Pure vörurnar…elska þetta merki! Get reyndar ekki notað BB kremin þeirra því þau eru of dökk. En annars er svo mikil snilld að fá góðar vörur á svona góðu verði :) Ég próffaði líka sjampó frá Garnier sem kostaði um 300 kr. og varð ekki fyrir vonbrigðum!

    • er í sömu vandræðum með BB kremin… tékkaðu á bláa BB kreminu frá Maybelline það er fyrir feita húð og inniheldur salicylic sýru sem dregur úr óhreinindum – sama efni og er í Pure vörunum:) Ljósari liturinn er alveg ljós.

  11. Sandra

    4. May 2014

    Prófaði þennan á föstudaginn og var mjög sátt – EN vaknaði svo á laugardeginum með rauða þurrkubletti undir augunum sem eru varla búnir að jafna sig enþá. Þori varla að prófa aftur…. :(

    • Ég verð þá að spurja hvort þú hafir ekki þrifið húðina vel um kvöldið eða hvort þú hafir sett eh annað undir augun… :(

      En prófaðu bara að setja hann á hendina og vera með yfir daginn – kannski ofarlega á handlegginn og sjáðu hvað gerist:)

      • Sandra

        5. May 2014

        Ég skal alveg viðurkenna að húðin var bara þrifin að morgni, hann var á í svona 15 tíma.. Ég notaði líka smá blöndu af mac hyljara og BB frá Clinque undir augun, sem ég nota svo til daglega án vandræða.

        Ég testa þetta á hendinni, og tek þá sénsinn á andlitinu einhverntímann þegar ég þarf ekkert að vera fín daginn eftir :)

        • Já þetta gætu alltaf verið ofnæmisviðbrögð og það er betra að testa það heldur en að allt fari aftur í fokk :)