fbpx

Varalitadagbókin #20

FallegtLancomeLúkkmakeupNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Ég kíkti við á Kósýkvöld Kringlunnar um daginn. Þegar það er afsláttur af snyrtivörum einhvers staðar þá verð ég helst að kíkja til að sjá hvort það sé ekki mögulega eitthvað sem mig gæti vantað í snyrtibudduna. Ég kolféll fyrir fallegum varalit frá Lancome í Lyf og Heilsu.

Varaliturinn er af tegundinni Rouge in Love og við fyrstu sýn viðist hann mattur en svo þegar hann er kominn á glansar hann ótrúlega fallega á vörunum en áferðin er samt ekki glossuð heldur kremuð og þétt. Mér finnst liturinn alveg fullkominn og þessum ætla ég að skarta í dag. Þetta er líka gott tækifæri til að meta endingu litarins en samkvæmt lýsingu um varalitina þá á liturinn að endast í allt að 6 tíma.

lancomevarir2 lancomevarir

Liturinn heitir Rose Boudoir og er nr. 340 B

lancomevarir3

Virkilega fallegur sumarvaralitur – áberandi bleikur en með örlitlum orange undirtón.

EH

Update: Setti þennan á mig í dag kl 13:00 – nú klukkan tæplega 21 er varaliturinn enn á mér mjög litsterkur þó glansinn mikið til farinn. 8 tíma ending og rúmlega það kalla ég frábært!!

Annað Dress: Y.A.S.

Skrifa Innlegg