Ég verð að fá að segja ykkur frá uppáhalds primernum mínum sem þið eruð nú reyndar margar nú þegar búnar að spotta á förðunarmyndunum mínum og senda mér spurningar um.
5 sec Perfect Blur frá Garnier er kannski ekki beint eins og primer – heldur er þetta vara sem er búið að taka skrefinu lengra en primera! Því blur kremið gerir húðina mun áferðafallegri, mattari og það minnkar sýnileika svitaholna. Þessi primer fékk að fylgja mér heim úr Matas leiðangri mínum í Kaupmannahöfn í byrjun ársins og leiðir okkar hafa ekki skilist síðan þá. Blur krem er ný kynslóð snyrtivara en hitt blur kremið sem ég veit um er frá L’Oreal en það er með smá lit þetta er alveg litlaust. Blur kremin eins og þið mögulega getið sagt ykkur til um vegna nafnsins eiga að fullkomna áferð húðarinnar með því að minnka sýnileika t.d. svitaholna og fínna lína. En með blur kreminu þá endast förðunarvörurnar lengur á húðinni.
Þennan primer ber ég á húðina eftir að ég er búin að nota rakakrem. Ég ber hann yfir alla húðina og í kjölfar þess verður hún alveg flauelsmjúk. En samkvæmt nafni kremsins 5 sec – tekur aðeins 5 sekúndur að bera kremið á sig. Ég hef nú ekki tekið tímann á þessu en þetta tekur alla vega ekki mikinn tíma:)
Helsti kosturinn við þennan primer er hversu ódýr hann er! Minnir að ég hafi borgað í kringum 100 dk fyrir hann en þessi eina túpa er búin að endast mér síðan í byrjun febrúar. Ég nota hann yfirleitt 4-5 sinnum í viku og ég nota hann í allar farðanir sem ég tek að mér. Ég var einmitt með eina prufubrúðarförðun í gær og notaði þennan í grunninn og húð brúðarinnar varð svo ótrúlega falleg. Það var líka magnað að sjá hvernig húðin mattaðist þegar ég bar primerinn á og fyrir og eftir munurinn á húðinni var mikill.
Garnier primerinn er kominn til Íslands og hann gæti verið kominn í búðir en er mögulega bara rétt ókominn og birtist á í næstu viku í hillum Hagkaupa, Krónunnar og Bónus:)
Önnur töfravara sem var að koma frá Garnier er Miracle Skin Cream – þvílík snilld sem ég segi ykkur betur frá síðar.
EH
Skrifa Innlegg