fbpx

Uppáhalds jólagjöfin

JólagjafahugmyndirLífið MittTinni & Tumi

Þið eruð búnin að fá smá innsýn inní það hvernig fyrstu jól þriggja manna fjölskyldunnar voru HÉR. En það var þó ein gjöf sem átti skilið sérstaka færslu. Þetta er uppáhalds jólagjöfin okkar Aðalsteins, mig langar að deila með ykkur smá broti af henni. Restina ætlum við að eiga fyrir okkur:)

uppáhalds13

Ef þið eruð óléttar eða vanar dagmömmupláss næsta haust þá myndi ég mæla hiklaust með því að þið heyrið í skvísunum á Ólátagarði þær eru dásamlegar! Að föndra svona jólagjafir með öllum 10 börnunum sem eru hjá þeim er ekkert smá flott :) Ég er í skýjunum með þetta dagatal en ég er í miklum vandræðum með hvar ég á að setja það, helst langar mig bara að hafa það inní stofu svo allir geti notið þess.

Hér sjáið þið smá brot af dagatalinu. Fyrir hvern mánuð er annað hvort listaverk eða mynd af Tinna. Allt er tímasett svo við sjáum hvenær myndin var tekin eða myndin var gerð.

uppáhalds12

Janýar – handaför og fótaför.

uppáhalds11

Febrúar – úti að leika.

uppáhalds10

Mars – páskaungi.

uppáhalds9

Apríl – úti í vagni með sætar bollukinnar.

uppáhalds

Desember – litli jólaprinsinn minn.

Fullkomin gjöf sem fékk mömmuna til að tárast þegar hún fletti í gegnum hana.

Takk fyrir okkur elsku Elfa og Inga – þið eruð einstakar og engum líkar***

EH

Gleðileg jól

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

 1. Rakel

  27. December 2013

  Æ en yndisleg gjöf!

 2. Hugrún

  27. December 2013

  Hvernig kemst ég í samband við þessu frábæru daggæslu? :)

 3. Hildur Gylfadóttir

  28. December 2013

  Ég er svo sannarlega sammála þér að þær mæðgur, Elfa og Inga, á Ólátagarði eru dásamlegar. 6 ár eru síðan dóttir mín var hjá þeim, enn erum við í sambandi og Elma mín skoðar reglulega minningarbók sem þær mæðgur gerðu handa henni í kveðjugjöf.