fbpx

Gleðileg jól

Lífið MittTinni & Tumi

Þá eru fyrstu jólin hans Tinna Snæs yfirstaðin. Það er ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða og einungis örfáir dagar þangað til litli prinsinn minn verður eins árs gamall. Mig langaði að deila með ykkur hluta af hátíðarhöldunum okkar og gjöfunum sem leyndust undir trénu.

Jólin mín eru búin að vera fullkomin í alla staði. Fjölskyldan fór framúr sér og dýrindis gjafir leyndust undir trénu, ég varð ykkur að segja mjög hissa en svo þakklát fyrir allt það fallega sem við fengum. Ég er reyndar rosaleg þegar kemur að gjöfum, mér finnst bara svo gaman að gleðja aðra og gera vel við þá sem standa næst mér. Í ár reyndi ég þó að leggja áherslu á hóflegar gjafir og setti smá takmörk í eyðslu enda skiptir hugsunin á bakvið gjafirnar mun meira máli heldur en peningurinn sem maður eyddi í þær. Gjafirnar sem við fjölskyldan gáfum í ár voru að miklu leyti heimgerðar, kærleikskúlur sem Tinni lagði mikla vinnu í fóru til foreldra okkar Aðalsteins og foreldra þeirra. Svo setti ég saman smá heimtilbúið kakómix og setti í flotta krukku sem við fengum í IKEA sem fór til systkina okkar. Svo eins og margir aðrir nýtti ég mér frábær tilboð sem voru í flestum verslunum í desember mánuði og verslaði æðislegar gjafir á frábærum afsláttum.

jóls2013-1

Sætastur við jólamatarborðið.

jóls2013-3

Jólafjölskyldan á fyrstu jólunum hans Tinna Snæs.

jóls2013-4

Pakkaflóðið undir trénu. Það tók rúma 2 tíma að opna alla pakkana :)

jóls2013-5

Griswold jólatréið í ár. Við Aðalsteinn segjum í gríni að við verðum alltaf að hafa svona stórt tré því það var okkar stærsta ósk þegar við vorum lítil að vera með stór jólatré. Foreldar okkar keyptu hins vegar alltaf lítil og feit tré :) Ef ykkur finnst þetta stórt þá er fínt að segja ykkur frá því að það var stærra í fyrra. Hér eru ekki allir pakkarnir komnir undir tréð… – þetta var rosalega mikið!

jóls2013-6

Fallegt hreindýr úr HRÍM.

jóls2013-7

Snjókall úr Blómaval.

jóls2013-8

Fíni aðventukransinn <3

jóls2013-9

Jólakortin í ár – við opnum okkar aldrei fyr en það er búið að opna alla pakkana.

jóls2013-10

Fallegt skraut sem ég fékk fyrir jólin í Epal.

jóls2013-11

Þetta voru iitala jól í ár – við fengum fjóra kertastjaka, þessa þrjá og einn með fjórum kúlum í viðbót. Það er greinilegt að fjölskyldan les bloggið mitt :D Kökudiskur á fæti, tvö rauðvínsglös og tvær skálar frá merkinu leyndust líka undir trénu mínu.

jóls2013-12

Gjöfin frá manninum var þessi fullkomna ugla frá Heiðdísi!

jóls2013-13

Jólabækurnar í ár – á myndina vantar reyndar Arnald. Ég á núna fjórar Vogue On bækur en ég hef alltaf fengið þær í jólagjöf/afmælisgjöf frá kisunni okkar henni Míu. Stúlka með maga eftir Þórunni Erlu- og Valdimarsdóttur kom frá tengdó, ég veit lítið sem ekkert um þessa bók en titill hennar á vel við mig enda er ég með svaka fínan maga eins og alþjóð veit – meira HÉR.

jóls2013-16

Dúskahúfan var í pakkanum frá Tinna mínum – þessi var á óskalistanum <3

jóls2013-17

Dásamleg mynd sem litla frænka mín teiknaði eftir mynd af mér og Tinna Snæ sem er tekin rétt fyrir heimferð af fæðingardeildinni fyrir bráðum ári síðan.

jóls2013-18

Signature peysan frá As We Grow leyndist í pakkanum frá mömmu og pabba til Tinna Snæs. Mamma er að sjálfsögðu minn duglegasti lesandi og veit uppá hár hvað dóttir sín vill :) Ég held að mamman hafi verið lang spenntust fyrir þessari gjöf. Tinni var hins vegar hrifnastur af kössunum sem komu utan um allt dótið hans.

jóls2013-19

Amma sló í gegn með merkt handklæði sem allir í fjölskyldunni fengu. Við Aðalsteinn vorum þó heppin því nöfnin okkar voru rétt stafsett – bróðir minn var ekki svo heppinn en hann fékk handklæði sem á stóð Mangnús – þið megið giska tvisvar hvað átti að standa.

jóls2013-20

Skemmtileg veski frá mágkonu minni en hún þekkir mig vel og ég fékk að sjálfsögðu Parísarveskið.

jóls2013-21

Dásamleg mynd sem mágkona mín keypti fyrr í desember í París fyrir Tinna Snæ.

Ég vona að þið hafið átt dásamlega hátíðardaga undanfarið kæru lesendur. Takk fyrir allar fallegu jólakveðjurnar!!! Ég mun draga út sigurvegara í síðasta gjafaleiknum mínum seinna í kvöld eða í fyrramálið og birta hér á síðunni.

Við fjölskyldan sendum ykkur öllum og ykkar nánustu hátíðarkveðjur með þökk fyrir frábært ár***

Njótið þess sem er eftir af árinu 2013, það ætlum við svo sannarlega að gera.

EH

Rauðar varir á morgun

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Elísabet Gunn

  27. December 2013

  Gleðileg jól kæra fjölskylda. Æðisleg teiknaða myndin af ykkur Tinna :)

 2. Þyrí

  27. December 2013

  Laaangfallegust teiknaða myndin, þó allt sé þetta fallegt :-)
  Gleðileg jól fallega fjölskylda :-)

 3. Guðrún Vald.

  28. December 2013

  En skemmtilegt, ég er búin að lesa bloggið þitt lengi og sé svo jólaskraut eftir sjálfa mig! :)
  Mjög skemmtilegt blogg sem þú ert með!

  Kveðja,
  Guðrún

  • Reykjavík Fashion Journal

   28. December 2013

   Haha! Skemmtileg tilviljun:):) virkilega fallegt skraut hjá þér. Hafði hugsað mér að gefa það en hætti við því mér fannst sjálfri það svo flott! ;)