fbpx

Tveir maskarar í einum!

BourjoisÉg Mæli MeðmakeupMakeup ArtistMaskararNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Mig langaði að segja ykkur frá nýjum maskara sem ég var að prófa frá Bourjois – reyndar er ég búin að nefna hann HÉR.

Bourjois er merki sem ég er kannski aldrei beint með háar væntingar til, kannski því ég hef ekki mikla reynslu af því og þekki það ekki eins vel og mörg önnur merki. Það hefur þó ekki enn brugðist mér að vörurnar koma mér sífellt meira á óvart. Þessi maskari er t.d. alveg frábær og ég mæli hiklaust með honum ef þið eruð í innkaupahugleiðingum.

Þetta er sérstakur maskari að því leitinu til að hann er með tvær mismunandi greiður þ.e. það er hægt að snúa uppá  greiðuna svo hún verður öðruvísi og gefur augnhárunum allt aðra áferð.
bourjoismaskari9

Á myndinni sem þið sjáið hér að ofan er ég með tvær umferðir af maskaranum vinstra megin en bara eina hinum megin.

Maskarann sjálfan sjáið þið hér fyrir neðan. En með því að snúa hvíta tappanum á enda maskarans getið þið breytt burstanum en þið sjáið betur myndir af því hvernig burstinn lítur út fyrir neðan.

92b37a2c92ac0e601d2a39ef750b384e

Svona er burstinn réttur. Þessi týpa af bursta nær að greiða vel úr augnarunum og þekja öll augnhárin í formúlu. Formúlan er þannig að aunghárin harðna sem gerir það að verkum að þau haldast flott og uppi allan daginn.

bourjoismaskari2

Svo er hægt að snúa uppá burstann svo hann lítur svona út. Svona gefur burstinn aunghárunum miklu meiri þéttleika og þau verða mun þykkari. Þetta myndi ég segja að gæfi fullkomið kvöldlúkk á maskarann en hins segin virkar maskarinn meira náttúrulegur svo hann er fullkominn fyrir vinnudaginn.

bourjoismaskari3

Á myndunum hér fyrir neðan er ég með eina umferð á vinstra auganu með greiðunni beinni. Maskarinn aðskilur augnhárin vel og nær að þekja þau alveg með formúlunni – það finnst mér sjást mjög vel hér fyrir neðan.

bourjoismaskari5 bourjoismaskari4

Hér sjáið þið svo myndir eftir að ég hef sett aðra umferð af maskara á augnhárin og nú með greiðunni snúinni. Það er þó eitt sem ég vil taka fram en aunghárin þornuðu að mínu mati of mikið á milli umferða svo ég náði ekki að greiða nógu vel úr þeim svo það er aðeins meiri maskari en ég er vön að vera með á augunum hér…

bourjoismaskari11 bourjoismaskari6 bourjoismaskari10

Hér sjáið svo augun mín með tveimur umferðum af formúlu og snúinni greiðu vinstra megin og svo er hægra megin ein umferð af maskara sem ég setti á með greiðunni beinni. Það er mikill munur og með greiðiunni sveigðri er hægt að byggja upp svakalega þykk augnhár.

bourjoismaskari8

Ég get ekki annað en mælt með þessum maskara – sjálf elska ég maskara með gúmmíbursta og ef þið eruð þannig þá verðið þið að testa þennan. Ég nota hann mikið, hann hrynur ekki og liturinn smitast ekki yfir daginn. Kosturinn við hann er helst sá að þetta eru í raun og veru tveir maskarar í einum svo þið eruð að fá meira fyrir peninginn ;)

Bourjois vörurnar fáið þið t.d. í Hagkaupum :)

EH

Fashion Blogger Awards 2014 í Kaupmannahöfn

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Kristín

    24. January 2014

    halló erna!
    trakk fyrir bloggið. ein spurning. löngu augnhárin eru að hrynja af mér þessa dagana! e-r ráð???

  2. Sólveig María

    25. January 2014

    Ég keypti mér þennan fyrir áramótin og er mjög ánægð með hann.