fbpx

Brúðkaupslúkk

AugnskuggarAuguBourjoislorealLúkkMake Up StoremakeupMakeup ArtistMaybellineMitt MakeupNáðu LúkkinuSnyrtibuddan mín

Mér finnst ótrúlega gaman að fara í brúðkaup. Að fá að vera partur af því þegar einstaklingar heita því að elska hvort annað og virða alltaf er einstakt í hvert sinn. Eftir því sem maður eldist er manni boðið í fleiri brúðkaup, mér finnst það dáldið gaman.

Við Aðalsteinn vorum boðin í brúðkaup um helgina hjá frænku hans Aðalsteins og nú manninum hennar sem héldu ótrúlega fallegt brúðkaup og æðislega veislu. Ég ákvað að sýna ykkur förðunina sem ég skartaði í veislunni. En ég reyndar feilaði á því að taka myndir af mér áður en ég hljóp útum hurðina þar sem við vorum að verða of sein svo ég ákvað að endurgera bara lúkkið.

Hér sjáið þið förðunina eins og hún var á laugardaginn…

Screen Shot 2014-01-07 at 10.09.52 PMÞegar ég ákvað að endurgera lúkkið ákvað ég að betrumbæta það aðeins í leiðinni. Mér fannst varaliturinn kannski ekkert passa alltof mikið við förðunina svona eftirá svo ég breytti litnum aðeins og ég er mjög ánægð með heildarlúkkið núna.

Fölbleiki varaliturinn fannst mér passa mun betur við lúkkið. Nú er það miklu fágaðra og meira rómantískt :)

brúðkaups8 brúðkaups7 brúðkaups6 brúðkaups5 brúðkaups4brúðkaups

Húð:
Studio Foundation farði frá Make Up Store – Touche Magique hyljari frá L’Oreal – BB púður frá L’Oreal – Diorskin Nude sólarpúður frá Dior –  High Tech Lighter í litnum Venus frá Make Up Store.

Augu:
Augnskuggi frá Make Up Store í litnum Cupcake (dökki liturinn) – Eyedust  frá Make Up Store í litnum Strict – Master Precise Eyeliner frá Maybelline í vatnslínunni og Twist Up the Volume maskari frá Bourjois.

Varir:
Blistex varasalvi – Slim Lipstick Matte nr. 403 Make Up Store

High Tech Highlighterinn frá Make Up Store er algjör snilld – einn af mínum uppáhalds í augnablikinu. Hann er peach litaður með gylltum undirtóni og ég notaði hann bæði á húðina og sem grunn yfir augnlokin til að halda betur í augnskuggann og eyedustið.

Ég byrjaði á því að setja dökka litinn yfir ytri helming augans og í globuslínuna. Svo setti ég eyedustið yfir hinn helminginn og blandaði þessu öllu vel saman svo ekki sæjust skil. Ég bætti aðeins í dökka litinn og setti hann líka meðfram neðri augnhárunum og eyedust í innri augnkrókinn. Loks setti ég svo blauta linerinn í vatnslínuna og nóg af maskara.

Ég er mjög hrifin af möttum litum en þar sem ég er með mikinn varaþurrk núna svo ég verð að setja góðan varasalva undir varaliti til að fá næga næringu. Það eina sem breytist er að varirnar fá mun  kremaðri áferð en þær halda sterka litnum og þéttu áferðinni.

brúðkaups9 copy brúðkaups11 copy

 

Allar helstu vörurnar sem ég notaði í lúkkið eru frá Make Up Store svona fyrir utan maskarann sem er frá Bourjois og vá hvað hann er æðislegur – um hann meira seinna:)

brúðkaups2

 

Virkilega falleg förðun, þó ég segi sjálf frá – þessari förðun mun ég skarta aftur sem fyrst :)

EH

ég er alveg að verða hin fullkomna húsmóðir

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ólöf Eva

    11. February 2014

    Uppáhals förðunin mín er brúðarförðun svo yndislega mjúk og falleg.