fbpx

ég er alveg að verða hin fullkomna húsmóðir

Lífið MittTinni & Tumi

Að ná að juggla öllu, vera mamma, húsmóðir og útivinnandi manneskja með alltof margar vinnur er dáldið mikið mál. Ég held þó að ég sé á réttri leið og allt að koma hjá mér. Ég bugaðist þó gjörsamlega þegar ég var að undirbúa 1 árs afmælið hans Tinna. Sem betur fer hafði ég eina góða og aðra auka sem hjálpuðu mér og veittu mér andlegan stuðning við afmælikökugerðina.

Svo ég segi ykkur nú frá þessu þá ákvað ég að afmælisveislan hans Tinna yrði flottasta veisla sem nokkurn tíman hefði verið haldin. Ég er alveg á því að það hafi tekist þó svo það hefði ekki litið út fyrir það á ákveðnu tímabili eða þegar eldhúsið mitt leit svona út, ég var öll útí smjörkremi og með tárin í augunum.

afmælis2afmælis3 afmælis4

Ég hafði ætlað mér að búa til tvö listaverk – uppúr nýju Disney bókinni sem þær í Allt í Köku gerðu. Frábær bók og ég fékk æðislega þjónustu þegar ég kom í búðina til þeirra til að kaupa allt sem ég þurfti. Svo þegar allt fór í rugl hjálpuðu þær mér aftur og róuðu taugaveikluðu móðurina niður ;)

Þetta eru kökurnar sem ég ákvað að gera, reyndar ákvað ég að vera ekki með regnbogann heldur bara vera með kökuna bláa:)

afmælis6 afmælis5

Eftir mörg tár og langan dag voru listaverkin loksins tilbúin og allt tókst – LOKSINS!

Afmælisveislan hófst svo í hádeginu á Gamlársdag og heppnaðist svona ótrúlega vel. Hér sjáið þið nokkrar myndir úr veislunni og þá helst af veisluborðinu og fullkomnu listaverkunum mínum.

afmælis12afmælis9 afmælis7 afmælis10 afmælis11 afmælis12 afmælis18

Tinni skildi ekkert í því afhverju allir væru að syngja….

afmælis17 afmælis16

Afmælisknús – hér sjáið þið hjálparbakarana okkar Tinna – Sirru og Evu sætu sem er verðandi tengdadóttir mín ;)

afmælis15 afmælis14

Tinni og afi hans með eina af afmælsigjöfunum.

Eitt mjög mikilvægt sem ég lærði á þessum bakstursævintýrum var að það er nauðsynlegt að anda mjög rólega og slaka á inná milli, það er í lagi að allt sé kannski ekki alveg fullkomið, vera með stóra svuntu og ekki í glænýjum gallabuxum en fyrst og fremst að fá pössun – það er ekki hægt að baka köku með mömmusjúkan dreng á mjöðminni :D

EH

 

Maskaraóskalistinn

Skrifa Innlegg

11 Skilaboð

 1. Hilrag

  8. January 2014

  þetta minnir smá á mína fyrstu afmælisveislu, mamma og frænka mín eyddu mörgum klukkustundum í að sprauta Lisu Simpson köku, alveg eins og bangsímon með minnsta stútnum og svo borðaði hana enginn ( haha.)

  Glæsileg afmælisveisla hjá þér – Tinni er heppinn ;)

  xx

 2. Aldís

  8. January 2014

  vá :) hvað þetta er glæsileg veisla hjá þér elsku Erna !! Fyrirmyndar húsmóðir **

 3. álfrún

  8. January 2014

  Gerðir þú bangsakökuna?? Fagmennska í fremstu röð :) – takk fyrir þessa fínu veislu!

 4. Sirra

  8. January 2014

  Það var svo gaman að fá að hjálpa.. líka bara gaman að lenda í svona ævintýri eins og við gerðum hahaha :)

 5. Sirra

  8. January 2014

  Já og gleymdi einu… knúsið hjá krúttunum okkar er OF dúllulegt!!

 6. Guðny

  8. January 2014

  Myndarleg – glæsileg veisla

 7. Dísa

  8. January 2014

  Takk fyrir að sýna ekki bara þegar allt lítur út fyrir að vera fullkomið! :) Vá hvað ég er ánægð með þennan póst. Ég allavega tengi mikið við allt í drasli afmælis eldhúsið og tárin haha. En ofsalega flott hjá þér og þetta reddast alltaf á endanum!

 8. Lilja

  8. January 2014

  Hvað er fullkomin húsmóðir? Það mætti alveg fara að útrýma þessari íslensku staðalmynd um súperkonuna, konuna sem getur allt!

  Ég gafst upp eftir fyrstu tvö ár eldra barnsins, í dag geri ég einfaldar kökur og leyfi börnunum að skreyta með mér. Skemmtileg stund fyrir alla ;) Flottar kökur hjá þér samt sem áður, algjör meistaraverk :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   8. January 2014

   hahaha já – þetta er góð spurning :) Það er alltaf þessi hrikalega tilfinning um að maður verði að vera fullkominn – en einmitt þá hugsaði ég á næsta ári geri ég eh annað en þetta ;)

   En takk! Bangsímon var samt eiginlega of flottur, það þorði enginn að borða kökuna. Var kannski líka eh sálrænt, fólk þorði ekki að aflima Bangsímon fyrir framan börnin haha :D

 9. Thorunn

  8. January 2014

  hahaha þetta minnir mig svo á sjálfa mig í eldhúsinu- ég hef oft farið að gráta yfir hörmulegum kökum en það hefst allt á endanum! bara aðeins að anda :)

 10. Alma Rún Pálmadóttir

  8. January 2014

  Haha snillingur!! Þetta afmæli var rooosa fínt hjá ykkur og bangsakakan æði :)