fbpx

Fashion Blogger Awards 2014 í Kaupmannahöfn

Ég Mæli MeðFashion

Í síðustu viku fékk ég boð um að vera viðstödd Fashion Blogger Awards sem fara fram í Kaupmannahöfn á þriðjudaginn í næstu viku. Það er einmitt þá sem ég ætla að klæðast þessum HÉR.

Ég er mjög spennt að fá að vera viðstödd verðlaunin en svona verðlaun eru afhent útum allan heim – mögulega verða þau einhver tíman hér á Íslandi. En það þurfa þá miklu fleiri blogg að bætast í hópinn. Tískubloggum fer ört fjölgandi hér á Íslandi sem mér finnst bara frábært – því fleiri því betra, það finnst mér alla vega :)

En mig langaði aðeins að segja ykkur frá tilnefningunum í ár og svo lofa ég auðvitað myndabloggi eftir þriðjudaginn ;)

Samtals eru veitt verðlaun í 7 mismunandi flokkum. Í 5 af þessum flokkum eru samtals tilnefnd 18 mismunandi blogg. Auk þessara verðlauna eru veitt verðlaun fyrir „Læserprisen“ sem eins og nafnið gefur til kynna er valið með kosningu meðal lesenda tískublogga. Svo er það „Arets Internationale blogger“ sem er valið af stjórnendum síðunnar Miinto sem er dönsk vefverslun sem er aðalstuðningsaðili verðlaunanna í ár.

Dómnefndin sem tilnefnir bloggin og velur sigurvegarana samstendur af rosalega flottu fólki sem starfar allt í tískumiðlum í danmörku t.d. hjá Elle, Costume, Woman og IN. Modeblogprisen_Jury_2014

En að tilnefningunum….

„Arets visuelle concept“ fær sú bloggsíða sem þykir vera frumleg og fara yfir tískuna á nýstárlegan hátt.

Hér eru síðurnar sem eru tilnefndar og bloggararnir á bakvið þær…
Nominerede_Visuelle koncept

Vilde KaninerA Kiss from CPHSimple CavalcadesSuperbial

„Arets Personlige modeblog“ fær sú bloggsíða sem þykir skara framúr að tengja saman tískuumfjallanir og persónulegar færslur.

Hér eru síðurnar sem eru tilnefndar og bloggararnir á bakvið þær…
Nominerede_Personlige modeblog

Marilyns ClosetTine StrangerFashionpolishNorthlittle

„Arets Nye Modeblog“ fær sú bloggsíða sem á sínu fyrsta ári vakti athygli fyrir nýstárlega tískuumfjöllun og skrif.

Hér eru síðurnar sem eru tilnefndar og bloggararnir á bakvið þær…
Nominerede_Nye blog

The RoadAbout StyleKristina Young BlogLavish Lavish

„Arets Mandlige Modeblog“ fær sú bloggsíða sem er skrifuð fyrir karla sem þótti skara framúr á síðasta ári.

Hér eru síðurnar sem eru tilnefndar og bloggararnir á bakvið þær…
Nominerede_Mandlige modeblog

PreppybeastBy PankallaSuperbialGroom Room

„Arets Kvindlige Modeblog“ fær sú bloggsíða sem er skrifuð fyrir konur sem þótti skara framúr á síðasta ári.

Hér eru síðurnar sem eru tilnefndar og bloggararnir á bakvið þær…

Nominerede_Kvindelige modeblog

CouturekultenVilde KaninerNemesis, BabePassions For Fashion

Ég mæli algjörlega með því að þið gefið ykkur tíma til að kíkja á einhverjar af þessum bloggsíðum – margar hverjar eru mjög skemmtilegar. Núna hafa alla vega nokkrar bæst við á leslistann minn og ég hlakka til að sjá hver ber sigur úr bítum í ár.

EH

Förðunartrendin á Haute Couture sýningunum

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Svanhildur

    24. January 2014

    Ú á pottþétt eftir að bæta einhverjum af þessum á listann ;)

  2. Árný

    25. January 2014

    Elska öll dönsku bloggin! Svo gaman hvað þetta er stór flóra og mikill business á norðurlöndunum! mætti alveg fara að vakna meira hérna, miklu breiðari hóp og fleiri sjónarhorn heldur en eru bara í magasínum td..

  3. Klara

    26. January 2014

    Úú… festist alveg í tölvunni heillengi að fara í gegnum þessi, æði! En gaman væri að fá færslu frá þér Erna Hrund um skemmtileg snyrtivörublogg, eða – kannski ertu einhvertíma búin að gera svoleiðis? :)