fbpx

Förðunartrendin á Haute Couture sýningunum

FashionmakeupMakeup TipsSS14

Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum að nú hafa staðið yfir Haute Couture sýningar hjá stærstu tískuhúsunum. Í Haute Couture sýningunum er allt miklu ýktara, flottara og meira. Ég ákvað að taka saman nokkur af förðunarlúkkunum sem hafa verið í sýningunum en þar sem þetta eru allt sýningar fyrir sumarfatnað þessa árs svo trendin detta beint inní förðunartrendin.

Þetta eru allt myndir frá Style.com en förðunarmyndabankinn þar er lang bestur!

Screen Shot 2014-01-23 at 10.18.35 AM

Armani Privé

Skásett smoky förðun, skygging við byrjun augabrúna, við létt glossaðar varir og náttúrulega húð. Mér finnst þetta virkilega flott förðu, ég er sérstaklega hrifin af skyggingunnni við upphaf augabrúnanna sem gefa auganu mikla dýpt og andlit fyrirsætanna verður sveipað dulúð. Þetta er alveg fullkomin smoky förðun en þið sjáið að liturinn er dekkstur uppvið rót augnháranna og deyr svo smám saman út – þetta er smoky. Smoky er áferð ekki litur, enda getur förðunin verið í hvaða lit sem er meirað segja hvítu. Hér eru silfraðir og svartir metal litir notaðir sem fara þessari bláeygu fyrirsætu vinstra megin rosalega vel. Ein af mínum uppáhalds Haute Couture förðunum í ár.

Screen Shot 2014-01-23 at 10.18.26 AM

Alelier Versace

Það er alltaf óalgengt að mikið af litum séu notaðir í förðunum fyrir tískusýningar. Í Versaci sýningunni er settur blár eyeliner meðfram efri augnhárunum sem fer gyllta litnum í kringum augun ótrúlega vel. En eitt af trendum sumarsins í förðun eru gylltir tónar svo Versace förðunin smellpassar inní það sem við erum nú þegar búin að sjá í haust. Augnförðunin er aðalmálið hér og eins og þið takið eflaust eftir þá eru notuð gerviaugnhár sem er að verða mjög algengt á sýningum núna en þykk augnhár hafa verið í tísku undanfarið miklu meira en þessi löngu og aðskildu. Hrikalega flott förðun og mikil hvatning fyrir okkur að nota meiri liti í kringum augn.

Screen Shot 2014-01-23 at 10.18.07 AM

Chanel

Förðunin á Haute Couture sýningunum hjá Chanel sker sig yfirleitt alltaf frá hinum. Virkilega einfalt lúkk sem er samt svo sérstakt. Mér finnst pallíetturnar mjög flottar og skemmtilegir litatónarnir í þeim, kaldir og sem gefa augunum rétta fílinginn við kisulaga eyelinerinn. Mér finnst mjög flott hvernig eyelinerinn er hafður extra langur í innri augnkróknum þetta gerir það að verkum að augun virðast lengri en þau eru og þau verða miklu skásettari – þetta er ráð sem þið getið klárlega nýtt ykkur. Til að ná þessum eyeliner þá myndi ég persónulega alltaf velja að nota eyelinertúss.

Screen Shot 2014-01-23 at 10.17.54 AM

Christian Dior

Virkilega klassísk förðun hjá Dior. Eldrauðar varir sem voru líka áberandi á RTW sýningunum núna í byrjun haustsins. Smá ljós sanserður augnskuggi í innri augnkróknum sem birtir yfir augnsvæðinu. Annars er augnskuggi í orange tón í kringum augun sem tónar vel saman við varirnar. En það er alveg típískt fashion lúkk að vera með rauðtóna augnskugga – mjög algengt sérstaklega þegar áherslan er ekki á augun. Varirnar eru hafðar alveg extra þrýstnar og flottar og það er sett smá sansering í miðju efri varanna sem highlightar varirnar.

Screen Shot 2014-01-23 at 10.17.45 AM

Giambattista Valli

Aftur ein af mínum uppáhalds Haute Couture förðunum. Hér er það aftur áhersla á augun eins og hjá Chanel og eyelinerinn er í aðalhlutverki. Það er eitthvað við þetta alveg nude förðunarlúkk sem heillar – það er bara fókus á augun og ekkert annað. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Til þess að ná þessu lúkki þá myndi ég fara í gel eyelinerinn frekar heldur en tússinn því það er miklu stærra svæði af augnlokinu sem er lagt undir eyelinerinn.

Screen Shot 2014-01-23 at 10.17.25 AM

Valentino

Glansandi húð er alltaf vinsæl í sumarförðunum. Hér er líklegast að það sé settur glær gloss yfir þá staði í andlitinu sem á að lýsa upp. Á kinnbeinin, hökuna, í kringum varirnar og meðfram nefinu. Einföld og klassísk förðun sem er fullkomin dags daglega í sumar. Svo er auðvitað hægt að fá innblástur frá þessari förðun fyrir grunnförðunina.

Það er alltaf skemmtilegt að grúska aðeins í förðunartrendunum. Persónulega finnst mér þó hausttrendin alltaf meira krassandi, sumartrendin eru oftast frekar svipuð ár eftir ár ;) Hlakka til að sjá það sem verður í boði í Kaupmannahöfn í næstu viku :)

EH

 

Ráð gegn þurrum og sprungnum vörum

Skrifa Innlegg