fbpx

Tryllt hönnun Thelmu og Bianco sigurvegari

Á ÓskalistanumBiancoFashionÍslensk Hönnun

Ég heillaðist samstundis af fallegri hönnun Thelmu þegar ég sá myndir af henni. Stílhreinar, fallegar flíkurnar öskruðu á mig og fönguðu samstundis athygli mína. Hráir litirnir minna á náttúru Íslands og sniðin eru klassísk og tímalaus. Ég varð að fá að forvitnast meira um hönnun hennar Thelmu Bjarkar Steimann sem verður einmitt til sölu inní Bianco frá og með deginum í dag!

11986959_837183913044869_8336967865357456291_n

Hver er bakgrunnur þinn í heimi tískunnar og fatahönnun?

Ég byrjaði í fatahönnun í Fjölbraut á Suðurlandi, eftir fyrstu önn flutti ég síðan aftur heim til Reykjavíkur og útskrifaðist þaðan árið 2010 á textíl og fatahönnunarsviði. Með skóla var ég svo að vinna hjá NTC, eftir að ég útskrifaðist fór ég að vinna hjá sérvörusviði Haga og vann hjá þeim í All Saints, Day Birger et Mikkelsen og Karen Millen. Ég hóf síðan nám í Københavns Erhvervsakademi i Design og Technology haustið 2014 og er núna að klára Internship hjá Barböru í Gongini þar sem ég sá um að hanna showpieces fyrir SS16 tískusýninguna sem haldin var í Kaupmannahöfn ágúst síðastliðin og einnig hannaði ég prjóna vörur fyrir AW17.

Prjónavörur Thelmu frá Bargara Gongini SS16

Hvaðan sækirðu þér innblástur fyrir hönnun þína?

Innblásturinn sæki ég allstaðar, ég er alltaf með símann á lofti og stútfull albúm af allskonar myndum. Fyrir mína eigin línu sem er seld í Bianco var ég með sjúklega maníu fyrir mismunandi lögum og línum. Ég byrja alltaf hönnunarferlið á því að teikna myndir sem byrja svo að myndast í flíkum, þegar ég hef nelgt nákvæmlega hvaða efni ég ætla að nota og hvernig áferð. Prjóna vörurnar AW17 fyrir Barböru eru prjónaðar upp eftir hugmynd sem komu í kollinn á mér eftir að ég heimsótti svarta sand á vík í Mýrdal núna fyrr í sumar.

11935073_837183209711606_6906336832646554656_n

Þessi peysa er ein sú fallegasta sem ég hef nokkru sinni séð!

Ertu með einhverja ákveðna konu í huga sem þú hannar fyrir?

Ég hef aldrei neina ákveðna konu í huga þegar ég hanna. En sjálf er ég með mjög sterkar skoðanir hvað mér finnst fallegt og hvað ekki og það fylgir mér alltaf í gegnum ferlið. Ég teikna þó alltaf upp nokkrar dömur sem fylgja moodboardinu mínu, síðastliðin maí lét ég síðan prenta þær út og eru eintökin seld á Reykjavík Hair og Bianco. Þessu collectioni fylgjir mikil dramatík og það skilar sér bæði í myndum og fötum.

11988525_839168442846416_3453809448667149189_n

Hvaða trendum ertu spenntust fyrir fyrir haustið?

Ég fylgi lítið trendum, klæði mig meira eftir mínum persónulega stíl. Það er líka orðið svo langt síðan ég spáði í vetri 2015, þar sem ég er búin að vera í kafi í vetrinum 2017 haha. En það sem ég er spenntust fyrir núna er multi functional flíkur og zero waist fashion.

11222132_837183186378275_189897777889352242_n

Hvað langar þig að gera í framtíðinni með hönnunina þína?

Framtíðin er alltaf óvissa. Ég þori aldrei að segja því ég er svo hrædd um að jinxa því frá mér. Klára námið það er aðalatriðið og grípa öll tækifæri sem gefast!

Screen Shot 2015-09-11 at 1.52.43 PM

Ég er alveg ástfangin af prjónuðu peysunni og mátaði hana inní Bianco áðan – hún er sjúkleg og alveg svakalega flott hvað hún leggur mikla vinnu í þessa fallegu flík.

En þá er komið að því að kynna sigurvegarann í Camillu leiknum mínum og Bianco en hér sjáið þið nöfn dömunnar sem hlýtur skópar að sínu vali og uppáhalds lökkin hennar Camillu frá essie!

Screen Shot 2015-09-11 at 2.14.05 PM

Innilega til hamingju Jóndís Inga! Þú getur nálgast vinninginn þinn hvenær sem er inní Bianco í Kringlunni. Ef þú af einhverjum ástæðum getur það ekki vertu þá endilega í bandi við hana Elísabetu inní Bianco :)

Annars langar mig bara að þakka kærlega fyrir frábæra þáttöku í leiknum – hún fór alveg framúr okkr björtustu vonum og svakalega gaman að sjá hvað margir eru spenntir fyrir fallegu skónnum hennar Camillu Pihl. Línan hennar og Trine fór í sölu í dag og í tilefni þess er 20% afsláttur af öllum skóm í Bianco og það er opið til 20:00 í kvöld – bara í dag. Svo er smá hóf í dag milli 17:00 og 20:00 þar sem eru gjafapokar fyrir fyrstu gestina, DJ, léttar veitingar og eitt af uppáhalds lökkunum hennar Camillu Pihl frá essie fylgir með hverju seldu skópari úr nýju línunni hennar.

Hlakka til að sjá ykkur þar! Munið að skoða svo hönnunina hennar Thelmu líka inní Bianco – hönnunin smellpassar með öllum þessum fallegu skóm****

EH

Pixiwooing...!

Skrifa Innlegg