fbpx

Pixiwooing…!

AugnskuggarÉg Mæli MeðFashionFW15LúkkMakeup ArtistTrendYSL

Eruð þið ekki örugglega með nýyrðið Pixiwooing á hreinu og hvað í ósköpunum það þýðir?

Pixiwooing – Going about your day as though you don’t have on extravagant makeup!

Ég Pixiwoo-aðist um daginn með nýju haustpallettunni frá Yves Saint Laurent úr línunni Pretty Metal og ég var að fýla mig í botn!

pixiwooing

Ég er nú þegar búin að sýna ykkur haustlúkkið, þ.e. vörurnar í lúkkinu og förðun með Kajal blýantinum sem er stjörnuvara línunnar. Færslurnar finnið þið HÉR og HÉR.

yslauga

Hér sjáið þið svo förðunina nærri, ég er að reyna að passa uppá að taka svona góðar nærmyndir þegar birtan úti leyfir það. Dagsbirtan er svo fullkomin í svona förðunarmyndatökur eins og nágrannarnir mínnir hafa fengið að sjá!

yslhaust7

Metal Clash Eyeshadow Palette

Þegar ég sá augnskuggapallettuna var það ást við fyrstu sýn. Litirnir hrópuðu á mig og ég fór samstundis að hugsa hvernig ég gæti sett saman förðun úr þeim. Mig langaði mest að ná að gera förðun þar sem ég gæti notað alla litina og það tókst! Hér fyrir neðan lýsi ég því betur hvernig ég blandaði þeim saman.

Uppáhalds varan mín frá Yves Saint Laurent er matti augnskuggaprimerinn – hann nota ég alltaf, við allar farðanir svo þessi förðun byrjaði einmitt þannig. Hann gerir áferð augnskugga svo þétta og flotta, litirnir verða sterkari og meira áberandi, það er auðveldara að blanda augnskuggum ofan á honum og förðunin endist alveg svakalega vel!

pixiwooing4

Held þessi förðun sé á topp 10 listanum mínum yfir flottustu farðanir sem ég hef gert – eiginlega topp 5 listanum. Ég elska þessa liti og hér sannast það að svona stórfurðulegir litir eru bara sjúklega flottir allir saman. Plómulitaðir augnskuggar eru trend sem hefur verið mjög áberandi undanfarið í tískuheiminum. Svona litir eru þó kannski líka smá fælandi fyrir hinar venjulegu konur en það ætti ekkert að hræðast þá. Það sama á við um augnfarðanir og fataskápinn okkar – það er bara leiðinlegt ef öll fötin eru eins og jafnvel öll svört – stundum þarf maður bara liti inní lífið til að lífga uppá það. Hér para ég þessa förðun við mjög plain bláa röndótta skyrtu og svo er ég í svörtum buxum við. Augnförðunin er þá litríki fylgihluturinn sem fullkomnar heildarlúkkið!

pixiwooing2

Ég byrjaði á því að setja dökkfjólubláa litinn yst á augnlokið og blanda litinn í globus línuna og setti hann aðeins inn eftir augnlokinu. Svo tók ég plómubleika litinn og setti hann á mitt augnlokið og mýkti hann aðeins til og blandaði honum saman við þann dökk fjólubláa. Svo tók ég dökkbrúna litinn og setti smá í ytri augnkrókinn og blandaði honum létt saman við hina augnskuggana og setti í skyggingarlínuna. Svo setti ég hann líka meðfram neðri augnhárunum og mýkti hann inn að innri augnkróknum. Svo tók ég ljós lillabláa sanseraða augnskuggann og doppaði honum létt á innri augnkrókinn og strauk aðeins inn eftir augnlokinu og aðeins niður eftir auganu.

Til að fullkomna augnförðunina þá bleytti ég uppí gyllta augnskugganum og doppaði yfir mitt augnlokið. En þessa augnskugga má eins og marga aðra nota líka blauta en þá verður liturinn ýktari og flottari. Mér finnst það einmitt þetta litla smáatriði sem fullkomnar augnförðunina!

pixiwooing3

Hvað segið þið – hvernig lýst ykkur á ? Þið megið endilega láta reglulega í ykkur heyra og segja mér hvað ykkur finnst um lúkkin mín hvort sem það er með því að skilja eftir athugasemd eða bara smella á Like takkann <3

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Topp 10 fyrir Tax Free!

Skrifa Innlegg