fbpx

Trendnetbloggarar með fatamarkað á KEXinu

Lífið Mitt

Við höfum tekið okkur saman nokkrir af bloggurum á Trendnet og ætlum að sjá til fatamarkaðs á KEX Hostel á Skúlagötunni næstkomandi Laugardag.

Hljómar það ekki sjúklega vel??

trendnet_jolamarkadurIMG_2237-1024x768 fleamarketvintagefashion the-global-girl-theglobalgirl-vintage-clothing-flea-market-acurrentaffair 670px-Vintage-Haight-Ashbury

Fyrsta umferðin í gegnum fataskápin var í gærkvöldi – svona er ástandið á honum núna. Ég ákvað bara að taka þetta alla leið núna og hreinsa almennilega úr skápnum. Þarna verða flíkur sem eru mér mjög kærar en ég hef bara engin not fyrir og bókstaflega ekkert pláss til að geyma. Svo er ekkert gaman fyrir falleg föt að þurfa að hanga inní skáp þar sem enginn fær að njóta þeirra ekki satt:)

Screen Shot 2013-12-16 at 10.10.38 AM

Endilega kíkið á okku á KEXið þegar þið takið bæjarrölt á laugardaginn. Ég lofa hátíðlegri stemmingu og fallegum hlutum.

Ég er svo að íhuga að vera jafnvel með kannski smá sýnikennslu og bjóða uppá léttar farðanir ef tími gefst til – en ég segi ykkur betur frá því síðar!

Svo getur vel verið að ég skelli inn myndum á næstunni af þeim flíkum sem ég verð með í sölu.

EH

Léttir, fljótandi farðar - hvað er í boði? hver er munurinn?

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Anonymous

    16. December 2013

    Verður eitthvað af barnafötum?