fbpx

Trend: Pastel blár

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðFallegtFashionInnblásturLífið MittSS14Trend

Ég er sjúk í pastelliti í augnablikinu… sérstaklega bláan. Ég hef nú alltaf hrifist af bláum lit og á þónokkrar navybláar flíkur í fataskápnum. En ég hef tekið ástfóstri við pastel bláan og sanka að mér myndum þar sem sá litur er í aðalhlutverki:)

Mér finnst sérstaklega fallegar heimilismyndirnar og ég væri alveg til í svona bláan Smeg ísskáp. Liturinn á veggjunum heima er mjög ljósdrappaður en ég stakk uppá því um daginn að mála allt hvítt – sú hugmynd fékk ekki góðan hljómgrunn. En ég held áfram þar sem ég held að pastel blái liturinn í heimilismunum passi betur við hvítt en drappað – kannski er það miskilningur:)

Við kíktum í Smáralindina í gær og versluðum sumarjakka fyrir Aðalstein í versluninni Esprit – það er ótrúlega mikið fallegt þar og ég er með langan óskalista þaðan í augnablikinu;) Efst er þó þessi fallega ljós pastel bláa skyrta sem kostar rúmar 10.000kr – myndin gefur henni ekki alveg nógu góð skil því hún er algjört augnayndi úr léttu efni sem er fullkomið fyrir sumarið. Ég er á einhverju voða skyrtutímabili núna…!10329231_569890263124962_3291762997307833088_nFullkomin við ljósar eða jafnvel hvítar gallabuxur í sumar.

Skemmtilegur litur sem er eitt af aðaltrendum sumarsins miðað við það sem ég sé í verslunum og hjá öðrum bloggurum útí heimi;)

EH

 

Funky