fbpx

Trend: Hvítar gallabuxur

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðFashionLífið MittSS14StíllTrend

Ein af flíkunum sem ég er búin að ákveða að ég verði hreinlega að eignast fyrir sumarið eru hvítar gallabuxur. Mér finnst þær bara ótrúlega flottar, einfaldar og klassískar. Miðað við það sem maður sér í tískutímaritum þessa stundina er þetta greinilega ein af must have flíkunum fyrir tískutrendin í sumar.

Mig minnir nú að ég hafi aldrei sjálf átt hvítar gallabuxur en ég man eftir því þegar við fengum eina týpu af hvítum gallanbuxum þegar ég var að vinna í Diesel deildinni í Gallerí 17 sumarið 2006 – sniðið hét Liv og það komu einar buxur í hverri stærð. Þær voru mjög flottar og seldust upp hratt en á þeim tíma voru þær kannski ekki alveg á viðráðanlegu verði fyrir 16 ára verzló stelpu.

Ég tók saman nokkrar myndir þar sem hvítu gallabuxurnar eru í lykilhlutverki…

b30010b55208d83ee9d426371f12750c 466944805ce33a33c378fea627c0a995 a2e2fd5fd02123e2b0935cf729ce8231 d78837b0f58f1aa10db52d9c01b88cb4 b4594e294d61c559907ecbadbf8bded1 e85da3fdb6f7188e1f777d2ca15e608b b580719509eb06af6d1fcc1b840e836d a3bc7dbde9efddaf4f8a6d75d947d9d8 24add8d74f5f0667846b3b88664ee1f2 d4e15b254ce41c87e48efd484000ccfc 6739ce887af2701708cb5fff081e72cc 7d4d11f8428457c17c0b45d989fadee1 b9966f0f85783a8f6605146b692e5d7c e5060f89b35886f3b8c63a118f8531ba 577b2acee6f89c4a0c2b2f371b3d3ecdÉg er nú þegar búin að ákveða hvaða hvítu gallabuxur verða fyrir valinu en þær eru væntanlegar í eina af mínum uppáhalds verslunum – þið fáið þrjár tilraunir til að giska á hvaða búð það er en líklega þurfið þið bara eina:) Ég lofa að láta ykkur sem hafið áhuga á því vita hvenær og hvar þær verða til þ.e. eftir að ég er búin að kaupa mínar!

Hvernig líst ykkur á þetta trend?

EH

Nýr sumarilmur í stíl við nýju sólgleraugun

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

 1. Elín Stefánsdóttir

  7. April 2014

  Ég einmitt greip tækifærið þegar Nasty Gal var með útsölu, hvítar gallabuxur á 50% afslætti!
  Þá verður ekki alveg jafn sorglegt þegar ég subba einhverju á þær x

 2. Hildur Ragnarsdóttir

  9. April 2014

  mitt helsta vandamál með hvítar buxur eru hvað þær eru alltaf gegnsæar, ég hef ekki enþá fundið neinar flottar þas bæði góðar í sniðinu og ekki gegnsæar og sem ég virka ekki eins og hvalur í.. Leitin heldur áfram!

  ég ætla að giska á Vila? ;-)

  • Haha að sjálfsögðu;) en já ég hef góða tilfinningu fyrir þeim – svo komu líka hvítar hjá LEE fyrir sumarið:):)