Ein af flíkunum sem ég er búin að ákveða að ég verði hreinlega að eignast fyrir sumarið eru hvítar gallabuxur. Mér finnst þær bara ótrúlega flottar, einfaldar og klassískar. Miðað við það sem maður sér í tískutímaritum þessa stundina er þetta greinilega ein af must have flíkunum fyrir tískutrendin í sumar.
Mig minnir nú að ég hafi aldrei sjálf átt hvítar gallabuxur en ég man eftir því þegar við fengum eina týpu af hvítum gallanbuxum þegar ég var að vinna í Diesel deildinni í Gallerí 17 sumarið 2006 – sniðið hét Liv og það komu einar buxur í hverri stærð. Þær voru mjög flottar og seldust upp hratt en á þeim tíma voru þær kannski ekki alveg á viðráðanlegu verði fyrir 16 ára verzló stelpu.
Ég tók saman nokkrar myndir þar sem hvítu gallabuxurnar eru í lykilhlutverki…
Ég er nú þegar búin að ákveða hvaða hvítu gallabuxur verða fyrir valinu en þær eru væntanlegar í eina af mínum uppáhalds verslunum – þið fáið þrjár tilraunir til að giska á hvaða búð það er en líklega þurfið þið bara eina:) Ég lofa að láta ykkur sem hafið áhuga á því vita hvenær og hvar þær verða til þ.e. eftir að ég er búin að kaupa mínar!
Hvernig líst ykkur á þetta trend?
EH
Skrifa Innlegg