fbpx

Trend – Gallajakki

StíllTrend

Mér finnst nauðsynlegt að eiga einn flottan gallajakka fyrir sumarið. Minn fann ég í Rauða Krossbúðinni á Laugaveginum fyrir nokkrum árum – maður fær ekki DKNY jakka á 2000 kr neins staðar nema þar;)

Mér finnst þessi flík passa við allt saman og gerir dress oft meira casual þegar út er komið. Svo fýla ég reyndar líka bara að vera í plain buxum með flott belti, í hvítum stuttermabol og svo gallajakka yfir.

Hér er smá innblástur fyrir flott dress við gallajakkann í sumar….

Hlakka til þegar sólin er komin aðeins hærra uppá loft og ég get farið að vera berleggja í kjólum og strigaskónnum mínum. Neðst lúkkið höfðar ótrúlega mikið til mín og sýnir einmitt hvernig gallajakkinn – já og strigaskórnir gera dress sem er svona í fínni kantinum meira casual:)

Nú þarf ég að fara í mission að finna gallajakkann sem ég er búin að grafa eitthvert inní skáp – held það sé kominn tími til að setja ullarkápur, úlpur og pelsa inní skáp og taka sumarjakkana út!

EH

Leyndarmál Boss skvísanna

Skrifa Innlegg