fbpx

Leyndarmál Boss skvísanna

Ilmir

Ég elska að skoða gluggaútstillingar í apótekum – það er oft svo mikið lagt í þær. Svo fær maður líka svona smá innsýn í hvað er nýjast og hvað merkin eru að leggja áherslu á. Gluggaútstillingin í Lyfju í Lágmúla greip athygli mína í gær. Þar var búið að stilla upp pósterum af öllum andlitum ilmanna þeirra – með ilmunum hjá að sjálfsögðu – og á pósterunum deildu stjörnurnar leyndarmálunum sínum að velgengni.Gwyneth Paltrow er andlit Boss Nuit fyrir konur – dásamlegur ilmur sem er innblásinn af litla svarta kjólnum sem við eigum allar inní skáp og er must að eiga s.s. þennan ilm er must að eiga;) Leyndarmálið hennar er – að trúa á sjálfa sig.Svo er það Sienna Miller sem eins og þið ættuð að vera með á hreinu núna er andlit Hugo Boss Orange. Ég er alveg húkkt á þessu ilmvatni núna – þegar ég fæ valkvíða yfir því hvaða ilm ég á að vera með þá set ég þennan á mig. Sienna segir – hvað sem þú gerir gerðu það af ástríðu.

Mér finnst ótrúlega mikið vit í því sem þessar konur segja og ég reyni einmitt að hafa þetta tvennt að leiðarljósi í því sem ég geri og tek mér fyrir – ég vona svo sannarlega að það komist til skila!

EH

Spurt&Svarað - Jóhanna Edwald

Skrifa Innlegg