fbpx

Sienna

Fræga FólkiðIlmirLífið Mitt

Í dag ligg ég uppí rúmmi og kúra með Tinnanum mínum og glápi á kvikmyndir, svona er að vakna með hita og beinverki. Þessa stundina er það myndin Casanova með Haeth Ledger og Siennu Miller.  Ég er alveg heilluð af Siennu mér finnst hún svo falleg og lífleg alltaf. Sienna er andlit kvenilmsins – Boss Orange og síðustu tvær myndirnar voru teknar baksviðs í tökum þar sem var verið að mynda og taka upp auglýsingaherferð fyrir ilminn. Í ár kom á markaðinn ný útgáfa af ilminum – Eau de Parfum – sem má best lýsa sem þéttari og sterkari útgáfa af Eau de Toilette útgáfunni sem margar ykkar ættu að kannast við, persónulega finnst mér Eau de Parfum útgáfur endast líka lengur á húðinni.

Ilmurinn er sérstaklega kvenlegur og það er sætur ilmur af eplum sem fangar mína athygli fyrst. En toppnóturnar einkennast einmitt af eplum og hjarta ilmsins er svo kanill sem gefur hlýju og það má eiginlega segja spicy – tóna á móti sætum ilminum af eplunum. Grunnnóturnar einkennast svo af vanillu sem er tónn sem mér finnst sérstaklega vinsæll í þeim ilmum sem ég hef verið að skrifa um undanfarið.

Ég hef stundum prófað hvort þessar nótur passi við ilmina sem ég skrifa um og það geri ég með því að þefa nokkrum sinnum í röð af ilmvatninu – þá spreya ég það fyrst á svona prufuspjald eða á umbúðirnar utan af glösunum. Þegar ég prófaði þennan þá voru það svo sannarlega eplin sem gripu athyglina svo eftir því sem ég þefaði oftar fann ég hvernig ilmurinn af vanillunni jókst. Að lokum fann ég ekkert nema léttan vanilluilm.

Sienna og Boss Orange eru í uppáhaldi hjá mér þessa stundina:)

EH

Augabrúnir...

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Pattra's

  30. April 2013

  Sienna er uppáhalds!

 2. Hilrag

  5. May 2013

  hún er svo mikið uppáhalds – elska hana í factory girl!

  xx