fbpx

Spurt&Svarað – Jóhanna Edwald

makeup

Þið tókuð svo svakalega vel í síðustu spurt&svarað færslu að ég er bara orðin ótrúlega spennt fyrir því að gera þetta að föstum lið hérna á síðunni! Mér finnst líka svo gaman sjálfri að forvitnast svona hjá áhugaverðu fólki.

Ég ákvað að fá aðra góða vinkonu mína í smá yfirheyrslu. Hún heitir Jóhanna Edwald og er ein af fjórum skemmtilegum pennum inná síðunni Veni Vidi Visa. Hún er ofboðslega hæfileikarík í að farða og ég hef ekki lengur tölu á skiptunum þar sem ég hef krafist þess af henni að fara að skella sér í förðunarskóla og ná sér í próf – hún er frábært dæmi um það hvað góð reynsla og mikill áhugi skiptir miklu máli þegar kemur að því að farða. Svo er hún líka bara náttúru talent. Ég kynntist henni fyrst þegar hún var með mér í förðunarnefndinni fyrir Nemendamótið í Versló þegar sýningin Kræ Beibí var sett upp. Ef minnið mitt er ekki að bregðast mér þá rámar mig í að hún hafi verið eini fyrsta árs nemandinn sem var tekin inní nefnindina það árið.

Hvenær kviknaði áhugi sinná snyrtivörum?
Hann kviknaði mjög snemma en ég var ein af þeim sem farðaði Barbie dúkkurnar mínar með snyrtivörunum hennar mömmu! Svo komu makeover leikirnir en þegar ég byrjaði í Verzló og fékk tækifæri til þess að farða fyrir Nemó og tímarit var þetta þá orðið mjög stórt áhugamál.

Hvert er uppáhalds snyrtivörumerkið þitt?
Ég kaupi oftast frá MAC en Ég elska að komast yfir eitthvað frá NARS en það er ekki fáanlegt á Íslandi. Einnig er Chanel algengt í snyrtibuddunni minni sem og Maybelline.

Hvaða snyrtivörutýpu kaupirðu þér oftast?
Ég fell oftast fyrir augnskuggum, þeir kalla á mig vegna þess að þeir koma í svo fallegum litum en ég kaupi oftast meik og sólarpúður, það sem það klárast hraðast vegna þess að ég tek oft að mér að farða.Snyrtiborðið hennar Jóhönnu sem hún fékk í IKEA – er svo öfundsjúk – hefur svo lengi langað í það og það verður keypt um leið og ég finn pláss í íbúðinni fyrir það;)

Hvaða snyrtivöru finnst þér skemmtilegast að kaupa?
Varaliti því maður getur prófað þá strax og notað sama dag! Þá þarf maður ekki að bíða eftir næsta tækifæri fyrir kvöldförðun eða eitthvað slíkt.

Hvaða ilmvatn er í uppáhaldi hjá þér?
Turquatic ilmvatnið frá Mac er búið að vera uppáhalds á sumrin í mörg ár en Mademoiselle frá Chanel á veturna. Annars er ég núna að prófa Fame frá Lady Gaga og mér finnst það skemmtilegt líka.

Hvaða snyrtivörur finnst þér að allar stelpur ættu að eiga í snyrtibuddunni?
Fallegt náttúrlegt meik sem er valið sérstaklega fyrir þig, sólarpúður, kinnalit sem gefur náttúrulegan roða, nærandi gloss, einn dökkan varalit, góðan mascara, ljósbrúnan mattan augnskugga, gyltan augnskugga og svartan eyeliner sem þér finnst þægilegt að nota. Og þið eruð í ljósari kantinum þurfið þið kannski einhverja vöru til þess að skerpa á augnabrúnunum.Jóhanna farðaði fyrir síðasta nóvember lookbook hjá vefversluninnni Lakkalakk – æðislegt makeup!

Nú ert þú að fara að vera flugfreyja hjá WOW Air í sumar – flugfreyjur eru nú alltaf svo fínt farðaðar í vinnunni – hvernig förðunarlúkk heldurður að þú munir skarta í sumar?
Ég er mjög spennt að prófa mig áfram með þetta og sjá hvað endist allan vinnudaginn! Ég sé fyrir mér að vera með endingargott meik sem hefur gljáandi áferð eða með fallegan highlighter, sólarpúður en ekki of mikið það þyrfti að vera vel blandað, ljósan kinnalit, hue varalitinn minn (uppáhalds!), ljósbrúnan mattan augnskugga með smá sanseruðum fremst á augnlokinu og fíngerða línu af svörtum eyeliner. Já ég held það bara!

Hvaðan sækirðu þér innblástur fyrir farðanir og hvar finnst þér þú læra mest?
Í tímarit, youtube förðunarfræðinga, blogg en vinkonur mínar veita mér oft innblástur. Það er svo gaman að sjá í eigin persónu hvernig aðrir farða. Það hafa allir þróað með sér sínar eigin aðferðir sem kenna manni þannig einhverja allt aðra nálgun sem breytir allri útkomunni.

Lumar þú á eitthverju skemmtilegu makeup tipsi sem þig langar að deila með okkur?
Kannski það sem er svo einfalt en mikilvægt, hvað það skiptir miklu máli að blanda förðunarvörunum vel. Taka sér góðan tíma í að blanda sólarpúðrinu þannig að línurnar verði ekki of skarpar og sama með augnskuggan, jafnvel þú notir bara einn lit að taka góðan tíma í að blanda honum inn með hringlaga hreyfingum. Það getur ekki klikkað.

Ef ykkur líst vel á hana Jóhönnu þá hvet ég ykkur til að bæði fylgjast með skrifunum hennar á Veni Vidi Visa og svo getið þið líka pantað förðun hjá henni HÉR. Yndisleg og hæfileikarík stelpa hér á ferðinni – takk Jóhanna!

EH

Einnar stelpu bjútíklúbbur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Íris

    29. May 2013

    Ég mæli með því að hafa spurningarnar í bold, eða stærra letri eða öðrum lit, heldur en svörin eru.