fbpx

Til hamingju með afmælið Selected

Annað DressÉg Mæli MeðFashionLífið MittShop

Ein af mínum uppáhalds verslunum fagnar 6 ára afmæli núna! Selected er sú búð sem ég fer alltaf í þegar mig vantar eitthvað nýtt og fínt og ég á ófáar flíkurnar frá þeim. Í tilefni afmælisins er smá gaman að renna aðeins í gegnum myndirnar sem ég hef birt af mér í klæðum frá versluninni…

Vegna afmælissins eru margar æðislegar vörur á frábæru afmælistilboði fram yfir helgi en í dag er reyndar líka 20% afsláttur af öllu í búðinni vegna Miðnæturopnunar Smáralindar (löng tilboðs færsla væntanleg seinna í dag). Ég kíkti því í heimsókn til Önnu (verslunarstjórans) minnar í Smáralindinni og smellti af nokkrum myndum til að sýna ykkur það sem í boði er.

Hér sjáið þið meðal annars fallega pelsinn minn sem er enn til í örfáum stærðum, svo er þarna fallegt leðurvesti sem ég girnist mikið, síður svartur blazer sem er fullkominn í alla fataskápa og dásamlegar gallabuxur sem ég verð að fara í dag og máta! Eins eru að sjálfsögðu ótrúlega mikið af flottum herravörum og ég versla nánast eingöngu í Selected á Aðalstein – sérstaklega skyrtur og boli.

Svo er þetta fallega leðurpils loksins á leiðinni en ég held það sé að koma í sendingunni núna fyrir helgi – það er búið að vera lengi á óskalistanum og ég hlakka svo til að máta það. Eins gott það sé þægilegt :D

Screen-Shot-2014-05-01-at-9.35.44-PM

Sjáumst hressar í Smáralindinni í dag og óskum Selected til hamingju með afmælið. Fyrir þær mömmur sem lesa síðuna mína þá hittumst við vonandi líka í Name it þar sem er líka verið að halda uppá afmæli og líka 20% afsláttur af öllum vörum í tilefni Miðnæturopnunarinnar!

EH

Myndir frá Pop Up markaðnum á KEX

Skrifa Innlegg