fbpx

Sýnikennsluvideo: Plus frá Clarisonic

Ég Mæli MeðHúðLífið MittMyndböndNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ein af þeim nýjungum sem ég er búin að vera hvað spenntust fyrir eru klárlega burstarnir frá Clarisonic – það hefur svo sem ekki farið á milli mála. En ég hef fulla trú á þessari vöru og ég lofa því að ég væri ekki að skrifa svona vel um hana nema mín reynsla væri svona góð. Burstann minn hef ég átt síðan í vor og hef því haft dágóðan tíma til að prófa hana vel og vandlega og mynda mér almennilega skoðun á honum.

clarisonicplus7

Sjálf nota ég Plus burstann sem þið sjáið hér. En ásamt burstunum kemur mjög einföld og flott lína af hreinsum fyrir andlit og líkama og fyrir allar húðtegundir, einnig kemur djúphreinsir og leirmaski sem er tær snilld. Með öllum burstunum fylgir andlitsbursti fyrir viðkvæma húð en ég er líka búin að næla mér í einn fyrir sérstaklega viðkvæma húð sem verður notaður næst.

clarisonicplus2

Til að sýna ykkur almennilega hvernig á að nota burstann þá er ég að sjálfsögðu búin að taka upp sýnikennsluvideo sem ég vona að þið hafið gaman af. En hreinsun með Plus burstanum er algjörnlega idiot proof en hann er með nokkrar tímastillingar sem segja manni algjörlega til um hvað maður á að gera. En stillingin sem er stillt á í upphafi gerir ráð fyrir 1 mínútna hreinsun, 20 sek á enni, 20 sek á höku og nef og 10 sek á hvora kinnina. Á milli þessara tíma pípir græjan svo svo þið vitið alltaf hvenær þið eigið að færa ykkur um svæði á andlitinu. Þetta gæti í alvörunni ekki verið einfaldara.

Eins og alltaf þá hvet ég ykkur til að stilla á HD upplausn þegar þið horfið á videoin til að sjá þau í betri gæðum.

Þegar þið veljið hreinsa til að nota með burstanum er gott að venja sig á að nota þá sem freyða. Refreshing Gel Cleanserinn sem ég nota er sá sem fylgir með settinu – svona lítil tester túba sem dugir þó alveg ótrúlega lengi. Svo á ég líka enn léttari og mýkri hreinsi sem ég nota þegar húðin mín er rosalega viðkvæm. Hann freyðir lítið sem ekkert en mér finnst hann þó hreinsa mjög vel. Þið sjáið mynd af honum hér fyrir neðan og við hliðiná honum er líkamshreinsirinn en með Plus burstanum fylgir líka bursti fyrir líkamann sem er töluvert grófari og virkar öðruvísi en burstarnir fyrir andlitið. Einnig er sérstök tímastilling fyrir líkamann en hér fyrir neðan sjáið þið aðeins meira um það hvernig er hægt að breyta um þær.

clarisonicplus6

Í Plus burstanum eru þrjár hraðastillingar, hratt, meðalhraði og lítill hraði. Á myndinni hér fyrir neðan sýni ég hvar þið stillið hraðann. Einnig eru fjórar tímastillingar en þið breytið um þær með því að halda inni on/off takkanum í 2 sek og tækið gefur frá sér ákveðin píp stef fyrir hverja stillingu en það er allt um þær í fylgiseðlinum sem kemur með tækinu og það verða að sjálfsögðu leiðbeiningar á íslensku.

clarisonicplustexti

Mögulega hljómar þetta ótrúlega framandi en ég hef mikla trú á því að það sé nauðsynlegt að nota hreinsibursta til að hreinsa húðina vel og vandlega. Við myndum aldrei bara nudda tannkremi á tennurnar með fingrunu við myndum alltaf nota bursta – svo afhverju ættum við ekki að nota bursta til að hreinsa húðina almennilega. Það sem er líka stór kostur við Clarisonic er sonic tæknin sem merkið er með einkaleyfi á um allan heim, en tæknin pússar eiginlega andlitið, burstinn sjálfur fer aldrei í heilhring heldur fram og til baka og þið finnið ekki fyrir því. Þannig nær hann að ná öllum óhreinindum upp – þetta er virkilega flott að sjá.

Burstann nota ég bæði til að þrífa förðunarvörur af en oft líka hreinsa ég þær fyrst af t.d. með olíuhreinsi og nota svo burstann til að ná í það sem liggur inní húðinni.

Plus burstinn er svona að mínu mati flottasti burstinn frá Clarisonic, hann er með öllu, standi til að geyma græjuna í, 3 hraðastillingar, 4 tímastillingar og hann er líka fyrir líkamann.

Burstarnir eru ekki komnir í búðir en það styttist í þá. Fyrr í vikunni fékk ég að gefa 2 Miu 2 bursta en nú fær ein heppin skvísa að prófa Plus burstann. Það eina sem þið þurfið að gera er að fara núna á morgun og allt til næsta miðvikudags í Hagkaup Kringlu eða Smáralind, kaupa ykkur einhverja hreinsivöru frá Lancome, skrifa nafn og síma aftan á kvittunina, setja hana í þar til gert box og ef heppnin er með ykkur eignist þið þessa flottu græju.

Ég er alla vega í skýjunum með mína og ég fer ekkert án hennar – þessi mun koma með mér til London í næstu viku það er alveg klárt mál. Ég hvet ykkur til að fylgjast vel með merkinu og því hvenær burstarnir mæta með því að smella LIKE á facebook síðu merksins – CLARISONIC ICELAND.

Hrein, heilbrigð og vel nærð húð er undirstaða fallegrar förðunar og rannsóknir sýna að með Clarisonic þá hreinsum við húðina 6x betur en með venjulegri hreinsun með höndunum.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Annað dress: Rock Chick

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

5 Skilaboð

  1. Sandra

    15. October 2014

    Mæliru með þessum frekar en hreinsiburstanum frá Olay sem þú skrifaðir einu sinni um?

    • Reykjavík Fashion Journal

      15. October 2014

      Burstarnir eru báðir mjög ólíkir en samt með sama markmið þ.e. að hreinsa húðina betur. Olay burstinn er töluvert einfaldari en t.d. gengur hann fyrir rafhlöðum á meðan þessir eru alveg heilir og hlaðast með hjálp segla svo þeir eru alveg vatnsheldir í gegn. Clarisonic er svona merkið sem kom þessu öllu af stað – og burstarnir þeirra hafa sýnt svakalega flottar niðurstöður úr öllum svona prófunum. Ég vil frekar hvetja þig til að kíkja á bursta hjá báðum merkjunum og meta hvaða bursti hentar þér betur. Þetta snýst líka dálítið um hvernig húðin þín er hjá Clarisonic eru t.d. burstar fyrir allar húðgerðir, hjá Olay er ennþá bara einn í boði. Sonic tæknin í clarisonic snýr burstanum fram og tilbaka – á ofurhraða en olay fer í hringi – þeir eru mjög ólíkir þannig lagað:) Ég mæli bara eindregið með því að þú skoðir það sem er í boði og metir hvað hentar þinni húð og velur það sem þú telur að sé best. Ég er búin að prófa 3 af þeim hreinsiburstum sem fást núna, Olay burstinn var samt sá fyrsti sem ég prófaði og ég var mjög ánægð með hann líka. En ég er sjálf svakalega hrifin af þessum og nota hann helst núna og það daglega því hann hentar minni húð best:)

      Ég verð í Hagkaup Smáralind frá 13:00 á morgun og ef þú hefur áhuga að fá smá fræðslu um það sem í boði er – kíktu þá endilega á mig :)

      • Sandra

        17. October 2014

        Takk kærlega fyrir frábært og greinargott svar :)
        Ætla að kíkja á burstana og sjá hvað mér líst best á ;)

  2. Lína

    2. November 2014

    Sælar,

    Frábært kynningarvídjó hjá þér :) En er forvitin veistu hvar og hvenær burstinn kemur í verslanir?

    • Reykjavík Fashion Journal

      2. November 2014

      Burstinn mun fást í Hagkaup Kringlu og Smáralind til að byrja með og ég vona að hann fari nú að detta í verslanir – lofa að láta vita á síðunni ;)