fbpx

Annað dress: Rock Chick

Annað DressÉg Mæli MeðFashionIlmirLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniYSL

Í gær var mér ásamt fjöldanum af dásamlegum skvísum boðið í veislu hjá Yves Saint Laurent á Íslandi. Tilefnið var koma nýrrar útgáfu hins sígilda ilmvatns Opium sem sló í gegn á sínum tíma og var svona einn af þessum fyrstu ilmum sem ögraði. Ilmurinn hefur líka fengið yfirhalningu ásamt glasinu þó það sé búið að halda í upprunalegu hönnun glassins og ber nafnið Black Opium. Þema partýsins var Rock Chick svo ég tók fram pleather buxurnar, netasokkana og fjólubláan varalit. Dressmyndirnar voru reyndar teknar eftir partýið þá er maður kannski aðeins farinn að sjúskast en það gerir ekki svo mikið til ;)

YLS (39 of 57)Leður, pleather og net  – er það ekki dáldið Rock Chick ;)

YLS (36 of 57) Með Ástrósu minni hjá Yves Saint Laurent á Íslandi.

Myndirnar hér fyrir ofan tók Jón Hjörtur Sigurðarson.

Fjólublái varaliturinn er að sjálfsögðu frá Yves Saint Laurent. Ég setti lit nr. 54 upp sem ég hef mikið notað áður en hann er svo klassískur og fínn og þó hann sé fjólublár þá er auðvelt að breyta litnum með varablýanti. Hér er ég með dökkrauðan varablýant undir og þá verður tónninn aðeins rauðari.

opium7

Netasokkarnir frá Oroblu eru ekki oft teknir fram en þarna voru þeir tilvaldir við dressið. Ég er nokkuð hrifin líka af netasokkum allt í einu – finnst þetta dáldið kvenlegt og elegant. Skórnir eru svo að sjálfsögðu frá Bianco.

opium9

Þið verðið að afsaka líka myndgæðin – þau eru ekki uppá marga fiska þegar klukkan er orðin margt og ekki hægt að taka myndir neins staðar í íbúðinni fyrir kössum sem eru enn á rúi og stúi :)

Jakki: gamli góði og klassíski frá VILA
Kimono: VILA sami og HÉR
Buxur: Pleather buxur frá Vero Moda, þessar eru dásamlegar einar flottustu pleather buxur sem ég hef séð.
Hlýrabolur: VILA

opium6

Dressið er mögulega heldur einfalt svo ég greip með mér eitt dásamlegt hálsmen úr skúffunni. Þetta er frá Second Female og er úr versluninni MAIA á Laugaveginum en Aðalsteinn færði mér það í afmælisgjöf fyrir næstum ári síðan. Ég hafði þá birt mynd af því hér á síðunni og líst yfir löngun minni yfir að eiga það – og viti menn það varð mitt :)

En mig langar að sýna ykkur líka ilminn, Black Opium, sem er jú ástæða þess að ég dressaði mig svona upp og það á þriðjudagskvöldi!

opium3

Glasið sjálft er búið að fá rosalega yfirhalningu en það var mjög klassískt, sama lögun og brúnt á litinn. Nýja glasið er alveg svart með glimmer sanseringu. Glerið í miðjunni er dáldið bleik brúnlegt og setur skemmtilegan fíling á glasið. Tappinn er svo umvafinn fallega logoinu frá merkinu – það er eins gott að þeir taki aldrei Yves úr nafninu á snyrtivörumerkinu, það yrði alla vega mikill sorgardagur í mínum huga.

opium4

Allir gestirnir fengu ilminn að gjöf og þessum stillti ég strax stolt á snyrtiborðið þar sem ég geymi mína helstu ilmi. Ég er svakalega pikkí með ilmi og vel alltaf útfrá því hvernig skapi ég er í. Ég þarf endilega að segja ykkur betur á næstunni frá ilmunum mínum.

En að ilminum sjálfum, um hann er sagt að hann sé fyrsti kaffiblómailmurinn sem gerir hann auðvitað mjög sérstakan og þannig nær hann að standa aðeins einn á báti. Þegar ég fann fyrst ilminn hreyfst ég samstundis og ég fann svona einhverja tilfinningu sem lýsti sér þannig að ég vildi bara halda áfram að spreyja, aftur og aftur, ég varð bara svona húkkt samstundis á ilminum. Hann kveikir á einhverjum sérstökum tilfinningum í mér.

Ilmurinn einkennist af kaffi sem er það sem gerir mann dáldið forvitinn. Svo koma hvít bló þar á móti sem gefa kvenleika ásamt appelsínublómi, jasmínu, patchouli og sedrusvið sem dýpka að sjálfsögðu ilminn í grunnnótunum.

opium

Þetta er dálítið rokkaður og skemmtilegur ilmur og því var ótrúlega gaman að skella sér í rokk dressið og smella sér í netasokkana og fagna komu hans.

Mæli með að þið kíkið á þennan en þið finnið einnig að sjálfsögðu smá texta um hann í Reykjavík Makeup Journal sem kemur út á morgun. En allt um blaðið þá – ég er alveg að farast úr spenningi og get eiginlega ekki beðið eftir að sína ykkur brot af blaðinu.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Verjið húðina fyrir mengun

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Harpa Tulinius

    16. October 2014

    Mér finnst permóið þitt vera að vaxa vel úr :) klæðir þig vel að vera með svona frjálslega liði :)

  2. Sigridur

    18. October 2014

    Hvar fæ eg svona sokka? Svo fíííniir