fbpx

Sýnikennsluvideo – Fullkomnar varir!

Ég Mæli MeðFörðunarburstarlorealmakeupMakeup ArtistMyndböndNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniReal TechniquesVarir

Þá er komið að því að sýna ykkur fyrsta sýnikennsluvideoið fyrir nýjungarnar frá Real Techniques. Ein af nýjungunum er bursti sem heitir Retractable Lip Brush. Þetta er þéttur, rúnaður og frekar kúptur varalitabursti.

Ég er ótrúlega ángæð með minn bursta eða mína þar sem ég er búin að eignast þrjá af þessum. Það sem mér finnst best með þennan bursta er að það er svo auðvelt að móta varirnar með honum. Oddurinn á burstanu er mjög breiður á alla vegu sem hjálpar mér við að blanda litnum vel við varirnar og fullkomna útlínur varanna.

rtlipbrush2

Í sýnikennsluvideoinu sem ég tók upp nota ég nýja varalit frá L’Oreal sem nefnist Perfect Red og er strax kominn í uppáhald hjá mér. Ég nota engan varablýant til að móta varirnar undir litnum til að sýna ykkur almennilega hvað pensilinn getur gert.

Varaliturinn kemur með loki eins og þið sjáið svo eftir að þið eruð búnar að nota pensilinn þá skellið þið bara lokinu á, setjið hann í veskið og takið með ykkur til að bæta á varalitinn yfir daginn eða kvöldið :)

rtlipbrushÉg mæli með þessum – bæði penslinum og varalitnum ;)

EH

RFF hönnuðirnir í Nýju Lífi

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Kristrún

    11. March 2014

    Æði! Er lengi búin að vera leita mér að hinum fullkomna varalitabursta :) Hvar fæst þessi?

  2. Anna

    12. March 2014

    hæhæ… Var að kaupa mér þennan bursta og hann er æðislegur!
    Var samt að pæla hvaða förur þú ert með á húðinni á þér?

    • Anna

      12. March 2014

      *vörur*

    • Hér er ég með Better Skin farðann og hyljarann frá Maybelline, og sólarpúður frá L’Oreal. Bara fljótlegt og einfalt :) Ég er ótrúlega hrifin af nýja farðanum frá Maybelline, ég tók einmitt upp smá myndband um hann um daginn svo það kemur smá umfjöllun um hann innan skamms ;)

      • Anna

        14. March 2014

        Yndislegt! Takk kærlega fyrir það. Ég er einstaklega hrifin af áferðinni á húðinni.