Þá er stundin runnin upp – ég vona svo innilega að ykkur lítist á þetta. Fyrir neðan videoið sjáið þið nánari útlistun á vörunum sem ég notaði og nokkra punkta um makeup-ið.
1. Maybelline – Color Tattoo, Endless Black
2. Bobbi Brown – Sparkle Eyeshadow, Mica
3. Smashbox – Limitless Eyeliner, Smoke
4. Bobbi Brown – Tinted Eye Brightener
5. Dior Exstase Mascara
6. Smashbox – Halo Highlighting Wand, Pearl
7. Guerlain – Soleil Couchant, 02
Mér finnst ég fá áberandi margar beiðnir um sýnikennslu um hvernig á að gera flott smoky – ég lagði áherslu á það að förðunin yrði fljótgerð og einföld í heildina tók hún mig 10 mínútur. Gel áferðin á Color Tattoo augnskugganum frá Maybelline auðveldar ásetnininn til munar og það er einfalt að byggja ofan á litinn ef þið viljið fá dekkri lit eða þéttari áferð. Oftast þegar ég er með svona dökka augnförðun vil ég ekki hafa neitt á vörunum til að draga athygli frá þess vegna hef ég mikið notað highlighter á varirnar til að gefa þeim glans og ferkst útlit.
Ó hvað ég vona að ykkur lítist ágætlega á þetta:)
EH
Skrifa Innlegg