fbpx

Sýnikennsluvideo #1

Bobbi BrownDiorGuerlainLúkkmakeupMaybellineMitt MakeupMyndböndNáðu LúkkinuSmashboxSýnikennsla

Þá er stundin runnin upp – ég vona svo innilega að ykkur lítist á þetta. Fyrir neðan videoið sjáið þið nánari útlistun á vörunum sem ég notaði og nokkra punkta um makeup-ið.


1. Maybelline – Color Tattoo, Endless Black
2. Bobbi Brown – Sparkle Eyeshadow, Mica
3. Smashbox – Limitless Eyeliner, Smoke
4. Bobbi Brown – Tinted Eye Brightener
5. Dior Exstase Mascara
6. Smashbox – Halo Highlighting Wand, Pearl
7. Guerlain – Soleil Couchant, 02  

Mér finnst ég fá áberandi margar beiðnir um sýnikennslu um hvernig á að gera flott smoky – ég lagði áherslu á það að förðunin yrði fljótgerð og einföld í heildina tók hún mig 10 mínútur. Gel áferðin á Color Tattoo augnskugganum frá Maybelline auðveldar ásetnininn til munar og það er einfalt að byggja ofan á litinn ef þið viljið fá dekkri lit eða þéttari áferð. Oftast þegar ég er með svona dökka augnförðun vil ég ekki hafa neitt á vörunum til að draga athygli frá þess vegna hef ég mikið notað highlighter á varirnar til að gefa þeim glans og ferkst útlit.

Ó hvað ég vona að ykkur lítist ágætlega á þetta:)

EH

Lisa Eldridge

Skrifa Innlegg

36 Skilaboð

  1. Ása í Ameríku

    7. March 2013

    Frábært! Svo eru svo guðdómlega falleg að það er hrein unun að fylgjast með þér :)

  2. Anna

    7. March 2013

    Vá þetta er æðislegt!!!

  3. Guðný

    7. March 2013

    Snillingur – ótrúlega fín og alltaf svo sæt :)

  4. Arndís

    7. March 2013

    hrikalega flott hjá þér og hlakka til að sjá meira :)

  5. Anna

    7. March 2013

    geggjað! Takk

  6. Gunnhildur Birna

    7. March 2013

    Dásamlegt alveg :) Ótrúlega hrifin! :D :D :***

  7. Andrea

    7. March 2013

    Mikið er þetta flott hjá þér :) ég mun án efa nýta mér þetta myndband, Hef aldrei náð að gera nógu flott smokey sjálf

  8. Hafdís

    7. March 2013

    Virkilega flott og gagnlegt að fá svona myndbönd! Væri enn betra ef það væri talað með og útskýrt í leiðinni :)
    Til hamingju með þetta flotta video.

    • hehe já ég byrjaði á því að gera þannig en það endaði á því að verða 25 mín… fannst það svo langt en var að pæla í að hafa meiri texta með næst:)

  9. Anna

    7. March 2013

    Æði, hlakka til að sjá meira :)

  10. loa

    7. March 2013

    snilld! :)
    takk:)

  11. Sigrún Alda

    7. March 2013

    Rosalega flott! Skil vel að það geti verið erfitt að gera svona myndband en það er bara gaman fyrir okkur hin að fá svona íslensk mynbönd. Haltu áfram að gera það sem að þú gerir :)

  12. S

    7. March 2013

    Frábært! Er einmitt að fara á árshátíð um helgina, mun klárlega nýta mér þetta :)

  13. Ella

    7. March 2013

    Snilld! Meira svona takk :D

  14. Íris Björk

    7. March 2013

    Fallega Erna Hrund ! – hlakka til að sjá meira :) – ég er með óska – hvort sem það er video eða bara færsla, en það er að tala um highlighter, sérstaklega mismunandi týpur þar sem að ég er enn að leita af hinum fullkomna :) –

  15. Auður

    8. March 2013

    Hæ! veist ekki hvað ég var glöð að sjá vídjó frá þér!! En verð að segja að mér fannst spólunin einum of hröð, það sem ég sækist eftir í svona vídjóum er að sjá fínhreyfingarnar og nákvæmlega staðina til að apply-a og síðan dreyfa úr, fyrir mig s.s. mættiru hafa þetta hægar þannig að það væri hægt að læra aðeins betur :)

    annars frábært!
    OG ef þú gætir tekið smá review um náttúrulegar snyrtivörur sem hægt er aö fá á íslandi væri það geðveikt :)
    s.s. svona organic.

    • Takk fyrir það:) eina hugsunin með spólið var að ég var svo hrædd um að ef vídjóið yrði of langt að þá myndi fólk bara gefast uppá að horfa á það – það getur nefninlega tekið smá tíma að ná áferðinni réttri á augun þegar það er verið að gera smoky;) En ég tek þetta að sjálfsögðu til greina og reyni að hafa þetta hægara næst og kannski þá sérstaklega þegar ég er að gera augnförðunina:)

      En ertu með e-h sérstakt merki í huga sem þig langar að vita meira um. Væri gaman að fá ábendingar um merki sem þér/ykkur finnst spennandi;)

    • Elísabet Gunn

      8. March 2013

      Ég ýtti bara á pásu þegar að ég þurfti meiri tíma :)

  16. Heiða

    8. March 2013

    Frábært!
    Hefði verið betra að hafa það aðeins hægar eða meiri útskýringartexta þegar þú varst að gera augun :)
    Hlakka mikið til að sjá næsta vídjó!
    Og óska mitt væri: ásetning farða og mega einföld augu fyrir einn af þessum “venjulegu” rútínu dögum í lífinu.
    Takk takk

    • Já ég ætla að hafa aðeins meiri texta. Þegar ég var með talið með þá varð myndbandið bara svo langt að ég hafði áhyggjur að enginn myndi nenna að horfa á það;D En þessar hugmyndir eru komnar niður á blað!

  17. Heiðdís

    8. March 2013

    Flott vidjó :) Best svona einfaldar myndbandakennslur, í anda Lisu Eldridge, frábært að fá lista af vörunum líka, sem þú ert að nota!
    Ein spurning, ertu ekki að nota primer (líkt og ljósan MAC paint pot) undir skuggana, sérstaklega við smokey eye?

    takk fyrir fínt og skemmtilegt blogg annars..og gaman að vita þú sleppir flassinu á myndunum framvegis, oft erfitt að sjá alminnilega skugga og áferð förðunar :)

    • Nei ég gerði það ekki í þessu myndbandi því ég notaði Color Tattoo skuggan sem er gelskuggi og þá finnst mér ég ekki þurfa þess því liturinn endist vel einn og sér og gerir áferð augnloksins slétt og flott – það eina sem ég gerði hér var að jafna út litinn á augnlokinu með hyljara – þessi sem er á myndinni frá Bobbi Brown – og púðra smá yfir. Ég hefði notað primer ef ég hefði verið með púðuraugnskugga – þessa stundina er ég samt að nota augnskuggaprimer frá Smashbox hann er æði;)

  18. Silja M

    8. March 2013

    Flott myndband :) Alveg klárlega hægt að nýta sér þetta! En ein pæling.. Hvernig bursta er best að nota í color tattoo augnskuggana? Ég hef bara verið að nota fingurna en finnst það ekki alveg nógu gott..

    • Takk! Ég byrja á því að nota þétta bursta úr gervihárum til að bera skuggann á þá verður liturinn þéttur og auðveldara að dreifa úr honum. Næst nota ég smudge pensil til að dreifa úr litnum og því næst blandara til að mýkja allar línur:)

  19. Una Unnars

    8. March 2013

    Æðislegt að fá svona vídjó ;) sýnir manni svo miklu meira en bara myndir.. mér þætti samt ótrúlega gott ef þú myndir sýna burstana sem þú notar aðeins betur :)
    takk fyrir endalaust af góðum bloggum!

    • Já ég skal gera það næst:) Takk fyrir að lesa;) Hér er smá lýsing á burstunum sem ég notaði: Ég byrja á því að nota þétta bursta úr gervihárum til að bera skuggann á þá verður liturinn þéttur og auðveldara að dreifa úr honum. Næst nota ég smudge pensil til að dreifa úr litnum og því næst blandara til að mýkja allar línur:)

  20. Auður

    8. March 2013

    Já það er mjög erfitt að finna lífrænar snyrtivörur sem fást á Íslandi, en t.d. Dr. Hauscka, Aveda & Bare Minerals. -held ég að eigi að vera frekar náttúrulegar.
    Ég vil allavegana helst ekki nota vörur dagsdaglega sem innihaldi mikið af aukaefnum.

    • Já ég þarf að kíkja á þetta:) En núna finnst mér reyndar merki leggja mikla áherlsu á að framleiða vörur án margra aukaefna t.d. var ég að sjá að það er að koma nýtt púður frá L’Oreal sem er án parabena og BB kremið frá Bourjois sem ég skrifa um í nýjustu færslunni minni er líka án þeirra:)

  21. Þórhildur Þorkels

    8. March 2013

    snillingur!

  22. Sigrún

    8. March 2013

    Mjög gaman að sjá :)
    er sammála með að það mætti endilega vera hægara. Frekar erfitt að sjá hvernig þú beitir bustunum og svona.. og væri enn skemmtilegra að heyra þig tala með. Er viss um að við myndum allar nenna að horfa á það allt :)
    Hlakka til að sjá næsta ! Takk

    • Takk:D en ég tek það til greina! Gæti þurft að bíða þar til sonurinn verður aðeins hljóðlátari eða ekki jafn háður mömmu sinni og gæti þá skroppið út svo barnagrátur rataði ekki inná:D en ég ætla klárlega að hafa það næsta hægara sérstaklega þegar augun eru í gangi:D