fbpx

Sýnikennsla Hátíðarförðun – on a budget

Ég reyndi nú helst ekki að láta verð spila inní umfjallanirnar hjá mér ég reyni að meta hverja vöru fyrir sig og greina frá hennar kostum. Mér datt þó í hug að skella í eina skemmtilega og örstutta sýnikennslu þar sem þemað væri hátíðarförðun á góðu verði!

Reyndar finnst mér algengur misskilningur að snyrtivörur séu eitthvað verri af því þær kosta ekki nógu mikið. Það er alls ekki rétt og mikill misskilningur. Verðmunur getur verið útaf alls konar ástæðum en þær algengustu eru þó vegna mismunandi umbúða eða hvað efnin sjálf sem eru notuð í snyrtivörurnar kosta.

Allar vörurnar sem þið sjáið hér fást t.d. í verslunum Hagkaupa í ódýrari snyrtivörudeildinni sem er venjulega staðsett við hliðiná snyrtivörudeildinni sjálfri. Nema í Kringlunni þar sem vörurnar eru staðsettar í versluninni á 1. hæð fyrir aftan mjólkurkælinn – ég hef reyndar aldrei skilið þá skiptingu þar sem hún er ekki í neinni annarri Hagkaups verslun.

Ég ætla að byrja á því að sýna ykkur vörurnar sem ég notaði til að ná lúkkinu – ég er bara með sýnikennslu fyrir augu og varir í þetta sinn.

Screen Shot 2013-12-11 at 12.59.01 AMFyrst byrjið þið á því að bera matta brúna augnskuggann frá Maybelline yfir allt augnlokið og meðfram neðri augnhárunum. Þið berið hann s.s. í kringum augn. Jafnið áberðina og mýkið litinn og dreifið honum uppeftir augnlokunum þannig hann deyji út á augnbeininu. Af því að þið sejtið annan augnskugga yfir þennan brúna þá þurfið þið kannski ekki alveg að hafa áhyggjur af því að áferðin verði fullkomin. Ég vinn útfrá því að það komi smoky áferð á augun. Svona lítur þetta út eftir fyrsta skrefið.

onabudget

Berið því næst plómulitaða kremaugnskuggann yfir allt augnlokið og blandið augnskuggunum vel saman. Ég nota svokallaðan blöndurnarbursta til að gera þetta. Burstinn sem ég nota heitir Setting Brush og er frá Real Techniques. Jafnið áferðina með því að nudda burstanum vel í globuslínu augnanna sem myndast við augnbeinið. Það geri ég til þess að halda reykáferðinni svo liturinn deyji smám saman út. Svona lítur augnförðunin út eftir annað skrefið.

onabudget2

Mér finnst þessi kremaugnskuggi sjúkur á litinn!!

Næsta skref er fljótlegt og einfalt. Setjið svarta eyelinerinn inní vatnslínu augans og setjið maskara á augnhárin. Munið þið eftir græna Define-A-Lash maskaranum með gúmmíburstanum frá Maybelline? Ég þoldi hann ekki en ég elska nýju útgáfuna af honum Illegal Definition – maskarinn lengir augnhárin með því að teygja hreinlega úr þeim.

onabudget3

Þar sem það er vandmeðfarið að nota svona plómulitaða augnskugga í kringum augun – ef það er rangt farið með þá lítið þið út eins og þið séuð með glóðurauga – það er bara þannig…. Ég býð ykkur uppá tvær lausnir eða tæknilega séð er þetta sama lausnin, dragið athyglina frá augunum.

Ég byrjaði á því að nota eldrauðan varalit frá Max Factor. Liturinn stelur gjörsamlega allri athyglinni frá augunum en litirinir tóna bara ágætlega saman. Mér finnst þetta lúkk dáldið mikið glamúr og flottheit!

onabudget4

 

Næst hafði ég varalitinn hlutalausari – ég notaði ljósari litinn í tvöfalda Max Factor varalitnum. Í staðin fyrir að leggja áherslu á varirnar voru það kinnarnar sem voru settar í aðalhlutverkið. Nóg af kinnalit – helst kremuðum þar sem það er auðveldara að hlaða ofan á litinn til að gera hann meira áberandi.

onabudget5

Voila – sama augnförðun en samt ekki sama lúkkið. Vitiði það að ég á eftir að ofnota þennan plómurauða lit ég held að hann sé líka fullkominn til að setja á kinnarnar og varirnar – þarf klárlega að gera svoleiðis lúkk við tækifæri.

Ég vona að ykkur hafi kannski fundist þetta skemmtileg stefna með sýnikennslunni – hún er alla vega budduvæn:)

EH

 

 

Hátíðarneglur #4

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Berglind

    12. December 2013

    Mjög flott look!:) ég elska þennan kinnalit svo mikið! keypti hann einu sinni á hlaupum í gegnum hagkaup og hef eftir að alltaf haft hann í veskinu fer ekkert fyrir honum og hann er algjör snilld til að fríska aðeins upp á sig þegar maður er pínu litlaus í framan og maður þarf engin áhöld til að bera hann á sig:)

  2. Hekla

    12. December 2013

    Hæ! Mér langaði svo að fá ráð hjá þér varðandi farða. Ég er vön að nota BB krem frá Dior en finnst á þessum árstíma eins og ég þurfi eitthvað aðeins meira… hvaða farða myndir þú mæla með til að nota samhliða?

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. December 2013

      Það fer dáldið eftir því hvernig farða þú vilt? Ég er sjálf mjög hrifin af léttum förðun er að flakka á milli þriggja núna, Sheer & Perfect frá Shiseido, Youth Liberator Serum Foundation frá YSL og 2 in 1 serum foundation frá MAX Factor. Ég er mjög ánægð með alla þessa farða. En ég er einmitt að vinna í svona samanburðarfærslu um nokkra létta farða – hún er væntanleg fyrir helgi ;)