fbpx

Svartar Neglur

ChanellorealNáðu LúkkinuneglurOPI

Ég fékk svona smá leið af því að nota svart naglalakk þegar það var komið útum allt hérna fyrir sirka 2 árum síðan en uppá síðkastið hef ég aðeins verið að nota það aftur. Svarti liturinn passar náttúrulega við allt og það er kannski fínt að miða við það að vera sem minnst í svörtu á sumrin og kannski bara að nota litinn á neglurnar.

Fyrsta svarta naglalakkið sem eignaðist var frá Chanel – dásamlegt!
Ég fékk nýlega Matte Top Coat naglalakk frá L’Oreal og ég þarf aðeins að fara að prófa mig áfram með að föndra skemmtilegt lúkk á neglurnar með því. Til að ná þessu lúkki dettur mér í hug að það sé best að setja svart naglalakk yfir allar neglurnar setja svo umferð af matte lakkinu og gera svo doppurnar með því að doppa svarta lakkinu yfir neglurnar aftur…Til að ná þessu lúkki er líklega auðveldast að setja límband yfir brúnir naglanna og verja þær þannig
þegar þið setjið matta lakkið yfir.

EH

Tinni Snær

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Hildur

    14. May 2013

    Veistu nokkuð hvar fæst Matte Top Coat hérna á íslandi? er búinn að vera að leita í nokkuð langan tíma en hef ekkert fundið

      • Hildur

        16. May 2013

        Takk æðislega :)

    • Anonymous

      8. June 2013

      Lyfju Dephend naglalínan nota mitt,Það er Geðveikt!