fbpx

Tinni Snær

Lífið MittTinni & Tumi

Í gær var loksins komið að því að sonur okkar fengi fullt nafn – hann heitir Tinni Snær Aðalsteinsson – svona ef þið voruð ekki búin að lesa það í Séð & Heyrt – það er mjög skondin saga sem ég segi ykkur kannski frá seinna. Við vorum búin að ákveða að halda nafnaveisluna úti í Björnslundi sem er útivistasvæði í Norðlingaholtinu þar er einnig útikennslustofa sem pabbi minn hefur tekið þátt í að byggja upp ásamt samkennara sínum og nemendum í Norðlingaholtsskóla. Veðrið hefði ekki getað verið betra en sólin skein allan tímann á meðan gestir gæddu sér á samlokum, kanilsnúðum og lummum sem pabbi steikti yfir opnum eldi!

Við skreyttum svæðið með fánalengjum sem ég fann í Tiger.Gestir fengu að spreyta sig á því að skjóta örvum með boga – litli bróðirinn reynir hér að kenna systur sinni handtökin – þetta gekk ekki vel…
Þarna erum við að segja frá nafninu hans og ástæðunum þar á bakvið en Snæs nafnið var kannski ekki alveg útí loftið þar sem það snjóaði ótrúlega mikið nóttina sem ég missti vatnið sem gerði það að verkum að við festum bílinn okkar fyrir utan heima og Aðalsteinn með hjálp nágranna okkar mokuðu upp allan botnlangann og við komumst loksins uppá fæðingardeild klukkutíma seinna – svo nafnið á vel við :)Smá Lion King atriði!Í veislunni tilnefndum við tvo eftirlitsmenn Tinna – þau ætla svona að hafa auga með honum fyrir okkur. Við völdum litla bróður minn og Eddu sem er æskuvinkona mín og ein af okkar nánustu vinkonum í dag.
Svo kíktu Harmóníurnar mínar allar við það er nú ansi langt síðan þa hefur náðst mynd af okkur öllum saman en það tókst loksins núna:)

Takk elsku fjölskylda og vinir fyrir fullkominn dag þetta var æðislegt!

EH

Farðanir Dagsins...

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Pattra's

  13. May 2013

  ÆÐI!!

 2. Edda Sigfúsdóttir

  13. May 2013

  Þetta var æðislegt!! Ég er mjög snortin yfir hlutverkinu sem þið treystuð mér fyrir, það er mér svo sannarlega mikill heiður :)

  • Þú ert yndi! Við treystum þér svo sannarlega fyrir litla stráknum okkar – hann er líka svo hrifinn af þér að það kom ekkert annað til greina en að gefa þér sérstakt hlutverk í lífi hans***

 3. loa

  14. May 2013

  Elsku litla fallega fjölskylda, þetta var dásamleg stund. mikið fallegt nafn, Tinni Snær, aftur hjartanlega til hamingju:) Og takk fyirr mig. Knús, Lóa”hrænka”

 4. Kristín P

  14. May 2013

  Elska Lion King myndina og nafnið! <3 Hlakka til að sjá ykkur atur fljótlega takk!