fbpx

Sunnudagur: tökudagur og nýir eigendur múmínbollanna!

Annað DressLífið MittmakeupMakeup ArtistReal Techniques

Ég eyddi gærdeginum með frábæru fólki í skemmtilegri myndatöku sem kom mjög óvænt uppí hendurnar á mér seint á föstudaginn. Myndaþátturinn mun birtast ykkur eftir einhverjar vikur og ég hlakka til að deila honum með ykkur. Þangað til þá er hér ein mynd sem ég smellti af baksviðs af kittinu mínu!

Ég ákvað bara að blanda saman hinum ýmsu vörum fyrir tökuna og ég var virkilega ánægð með útkomuna. Það er þó eytt sem breytist seint og það er það að ég notaði að sjálfsögðu Real Techniques förðunarburstana mína enda henta þeir í öll verkefni :)Screen Shot 2014-03-17 at 9.33.51 AMÞar sem ég var nú að fara í tískumyndatöku þá gat ég ekki alveg leyft mér að vera á joggaranum. Mig langaði líka smá til að nota nýja pilsið í fataskápnum mínum sem ég er virkilega ánægð með!sunnudagurtökud

Leðurjakki: VILA – meira HÉR
Jakkapeysa: MONKI
Suttermabolur: VILA – elska svona basic fatnað
Pleather Pils: VILA
Sokkabuxur: Oroblu
Skór: Din Sko

sunnudagurtökud2Ég ákvað líka að reyna að vera nokkuð fín í framan en ég er í smá átaki og það er að mála mig á morgnanna. Ég á ógrynni af förðunardóti sem ég nota lítið sem ekkert á sjálfa mig og ég er í smá átaki að nýta það – ég segi betur frá því seinna.

En að öðru og það er að tilkynna sigurvegara fallegu múmínbollanna. Ég er í smá sjokki yfir þáttökunni og ég vildi óska þess að ég ætti fleiri bolla til að gefa. Ég er greinilega ekki ein um það að vera að safna þessum fallegu bollum og ég vona að nýir eigendur bollanna muni njóta þeirra í botn.

Þegar ég dró voru samtsl 375 athugasemdir í pottinum – ég dró að handahófi að sjálfsögðu og eigendur athugasemdanna hér fyrir neðan eru einum múmínbolla ríkari :)

Screen Shot 2014-03-17 at 9.45.33 AM Screen Shot 2014-03-17 at 9.45.52 AMTil hamingju Margrét Liv og Lilja, þið megið endilega senda mér póst á ernahrund(hjá)trendnet.is með upplýsingum um ykkur svo ég geti komið bollunum til skila :)

EH

Spurt & Svarað: Hjördís Ásta

Skrifa Innlegg