fbpx

Leðurjakkinn minn er kominn til Íslands!

Annað DressFallegtFashionLífið MittMyndirTrend

Ég efast ekki um að einhverjar ykkar eru eins og ég var. Alltaf að leita að hinum fullkomna biker leðurjakka. Ég fann minn loksins eftir margra ára leit þegar ég fór í VILA í Kaupmannahöfn í janúar. Ég kolféll fyrir honum á staðnum ásamt rekstrarstjóra verslunarinnar hér á Íslandi. Við stóðum saman fyrir framan spegilinn í mátunarklefanum í sitthvorum jakkanum og dáðumst að þessari fallegu flík. Það kom ekki neitt annað til greina hjá mér en að kaupa jakkann á staðnum og Svanhildur rekstrarstjóri pantaði hann svo fyrir Ísland daginn eftir.

Nú er jakkinn loksins kominn til landsins!!! Aðeins örfáir jakkar eru til og þeir munu fara hratt. Ef þið eruð búnar að vera að leita að fallegum jakka í einhvern tíma þá verðið þið bara að prófa þennan – alla veg amáta hann. Jakkinn kostar 34990kr og þetta eru bestu kaup sem ég hef á ævinni gert! Ég hef varla farið úr jakkanum og ég veit að þennan jakka mun ég eiga endalaust. Í honum er ekta leður sem er svo mjúkt og fallegt og ég ætla mér að hugsa vel um það. Spreyja á hann rakavörn og bera á hann einu sinni á ár:)

Ég hef mikið notað jakkann og birt myndir af honum á síðunni minni en ég ákvað að taka þær allar saman svo þið sjáið hann vel…

annaðdresssunn-620x413 annasdress2-620x465 modeblogprisen5-620x413 Screen-Shot-2014-03-10-at-8.24.30-PM annaðdresssunn4-620x413 modeblogprisen3-620x413 modeblogprisen6-620x930Eins og ég segi þá eru þetta bestu kaup sem ég held ég hafi gert um ævina og ég hvet ykkur til að stökkva á þennan jakka ef þið hafið ekki fundið rétta biker leðurjakkann. Þetta er hinn fullkomni biker jakki í mínum augum og verðið er fáránlegt miðað við gæðin og fegurð flíkurinnar.

Það kom mjög lítið af jakkanum svo tékkið á hvort stærðin ykkar sé til í Kringlunni eða Smáralind. Nú gildir fyrstur kemur fyrstur fær!

Eigið góða helgi :)

EH

Sýnikennsluvideo - Pressed Pigments Smoky

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1