fbpx

Sýnikennsluvideo – Pressed Pigments Smoky

AuguLúkkmakeupMakeup ArtistNáðu LúkkinuSnyrtibuddan mínSýnikennsla

Þá er það sýnikennsluvideoðið sem ég lofaði í gær – ég ákvað að drífa það bara af að klippa það og skella því sem fyrst inná síðuna. Hvers vegna ekki að byrja daginn á smá sýnikennsluvideoi svona ef einhverri ykkar vantar smá innblástur fyrir helgina eða kvöldið í kvöld ;)

Hér sjáið þið lokaútkomuna og aðeins neðar er videoið sjálft ásamt smá lýsingu á vörunum sem ég notaði…videosmoky9

 

Hér fyrir neðan sjáið þið betri myndir af vörunum sem ég notaði í sýnikennsluna…videosmoky2

Augu:
Eye Kohl blýantur frá MAC í litnum Prunella, Kohl Hypnose Waterproof frá Lancome í litnum Noir, Pressed Pigments augnskuggi frá MAC í litnum Black Grape, Brow Drama augabrúnalitur frá Maybelline og Excess Volume Mascara frá Max Factor.

Húð:
Girl Meets Pearl primer frá Benefit, CC krem frá Make Up Store, True Match Concealer frá L’Oreal, Terracotta Bronzer frá Guerlain og Dream Touch Blush frá Maybelline í litnum Peach.

Varir:
Gloss in Love frá Lancome í lit nr. 202.

videosmoky7 videosmoky6 videosmoky5 videosmoky4Hér sést augnförðunin svo mikið betur þegar ég er með lokuð augun. videosmokyÉg er virkilega ánægð með þessa förðun og ég vona að þið séuð hrifnar af þessu líka. Þetta lúkk er fullkomið sem kvöldförðun og það er svo þæginlegt að grunna augnlokin með svona eyelinerblýöntum þar sem augnskugginn helst betur á og það er auðveldara að vinna með hann.

Ég valdi að byrja á augnförðuninni og taka svo húðina til að koma í veg fyrir að ég þyrfti að laga húðina eftir að ég væri búin með augnförðunina. Þannig er hægt að spara bæði tíma og förðunarvörur.

Fyrir svona dökka förðun er nauðsynlegt að vera með kolsvartan maskara sem gerir mikið úr augnhárunum þess vegna valdi ég nýja Max Factor maskarann sem er með maskara öðrum megin sem gerir þykk og flott augnhár og svo er það maskarinn í hinum endanum sem er með kolsvartri, glossaðri formúlu sem gerir ennþá meira úr augnhárunum.

Næst er það svo contouring sýnikennsluvideo – en inná milli birtast þó Real Techniques video :)

Góða helgi!

EH

RFF Hönnuður: Rebekka Jónsdóttir/REY

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Helga Katrín

    14. March 2014

    Falleg förðun !
    Ég keypti augabrúna litinn frá Maybelline eftir að hafa lesið um hann hér hjá þér og vá hvað ég dýrka hann :)

    kveðja,
    Helga

    • Takk! Elska þennan lit, sérstaklega hvað ég er fljót að nota hann. Frabært að heyra að þú sért ánægð:)

  2. Eva S.

    14. March 2014

    Eg get sagt bara sama og Helga! eg keypti lika Maybelline Brow Drama sem eg nota af hverjum degi! :) Takk fyrir allt sem thu gerir Erna! Eg hlakka alltaf til ad koma heim fra vinnu og bara setjast nidur med te bolla og lesa bloggid thitt i rolegheitum!

  3. Sigga Dóra

    14. March 2014

    Takk fyrir þetta vídeó mér fannst gaman að horfa og langar að prófa svona lúkk næst þegar ég fer á djammið :)
    Fyndið þegar kom svona smá dvergarödd hahaha :)Verð klárlega að fá mér svona maybelline brow dót og kremlinnalitinn :)
    Hlakka til að sjá fleiri vídeó finnst svo gaman að þeim :)