fbpx

Sunnudagur til sælu!

Fyrir heimiliðLífið MittTinni & Tumi

Við þriggja manna fjölskyldan áttum fullkominn sunnudag í gær. Við fórum að heiman í kringum hádegi og leið okkar lá á matarmarkaðinn í Hörpu sem var nú um helgina. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem markaðurinn er haldinn og ekki heldur í fyrsta sinn sem við mætum. Ef þið hafið ekki enn kíkt á þennan markað þá eruð þið að missa af miklu – ekki missa af næsta markað!

Ég skellti myndavélinni um hálsinn og festi þennan frábæra dag á myndir. Við byrjuðum í Hörpu, fórum á kaffihús, röltum um bæinn og svo lá leiðin í IKEA. Ferðinni var heitið þangað til að skoða sófa en við fórum í staðinn heim með nýtt rúm og nýja dýnu. Við höfum aldrei fundið rúm sem okkur hefur langað í svo í mörg ár höfum við bara svofið á dýnu sem liggur á rúmbotni. En ef einhverjum vantar rúm þá er hér heima hjá mér 2 ára dýna úr Dorma 160×200 cm + rúmbotn sem ég þarf endilega að losna við. Getið haft samband inná ernahrund(hjá)trendnet.is. Rúmið fæst fyrir pínulítið ef það er sótt sem fyrst :)

En aftur að deginum – hér sjáið þið okkar dag….sunnudagurFallegustu feðgar á Íslandi. Tinni í fína sumarjakkanum sínum úr Name It.
sunnudagur2Borðið hjá KjötPól – við fórum heim með nokkur svona stykki!sunnudagur3Fallegastur með kleinu.sunnudagur5 sunnudagur6Fáránlega góðar grænmetisBULSUR!sunnudagur7 sunnudagur8 sunnudagur9Fórum heim með tvær svona karmelludollur – danskar karamellur sem eru algjört sælgæti. Fást hjá Tefélaginu.sunnudagur10 sunnudagur11Sé smá eftir því að hafa ekki tekið þessar karmellur líka með heim….sunnudagur12Sandholt var með bás!!sunnudagur13Mamman borgar…sunnudagur14 sunnudagur15Við keyptum tvö stykki til að borða með kaffibolla í Hörpu – fórum svo og keyptum tvær í viðbót til að eiga heima….
sunnudagur17Eitt af mínum uppáhalds hrökkbrauðum.
sunnudagur18Þessi með súkkulaði frá OmmNomm.sunnudagur19Brjóstsykurinn frá Svandís Kandís er klárlega í miklu uppáhaldi hjá okkur.sunnudagur20Hér kemur smá sería af okkur mæðginunum að njóta samverunnar í Hörpu….sunnudagur21 sunnudagur22 sunnudagur23 sunnudagur24 sunnudagur25 sunnudagur26Svo lá leiðin á Eymundsson í Austurstræti þar sem nýjustu tískufréttir voru lesnar og sonurinn svaf útá svölum.sunnudagur28 sunnudagur29Mæli með nýjasta Eurowoman!
sunnudagur30Um kvöldið gerðum við síðan samlokur úr súrdeigs brauðinu sem við keyptum líka í básnum hjá Sandholti í Hörpunni. Skinka, ostur og aspas – ohh svo gott!!!

Frábær dagur ég er enn í alsælu eftir hann. Ég sýni ykkur svo myndir af nýja svefnherberginu okkar fljótlega. Það er enn allt í rúst – þetta verður nokkra daga verk…

EH

Fullkomnar nude neglur

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sirra

    3. March 2014

    jii hvað þetta hefur verið skemmtilegur dagur! Mér fannst samt vanta myndir úr ikea :)