fbpx

Sumarlína As We Grow á HönnunarMars

Ég Mæli MeðFallegtÍslensk HönnunLífið MittShopTinni & Tumi

Ég leit við í Kraum á fimmtudagskvöldið í síðustu viku á HönnunarMars til að virða fyrir mér sumarlínuna frá einu af mínum uppáhalds íslensku merkjum, As We Grow. Sjálf hef ég ótrúlega góða reynslu af fötunum frá þessu fallega merki sem stækka eiginlega bara með Tinnanum mínum. Fallegir litir, falleg áferðin í prjóninu og mikil gæði einkenna vörurnar sem allar mömmur þurfa að kíkja á.

Ég smellti að sjálfsögðu af nokkrum myndum til að deila með ykkur. Ég þarf svo að komast að því hvenær línan mætir í verslanir svo ég geti hlaupið útí búð!

aswegrowss1414Mér finnst þessi litasamsetning á signature peysu merkisins alveg dásamleg – hentar jafnt stelpum sem strákum. Það liggur við að mig langi líka í þessa fyrir Tinna en hann á grænu og bláu signature peysuna.aswegrowss144 aswegrowss145 aswegrowss14Æðisleg mynd úr lookbookinu fyrir línuna!aswegrowss1415Mér finnst grænu pokabuxurnar ekkert smá krúttlegar ég þarf einar svona fyrir Tinna Snæ við signature peysuna hans í sumar :)aswegrowss1410 aswegrowss1411Svo fallegir litirnir í nýju sumarlínunni. Mér finnst þeir blandast svo fallega saman. Þetta eru fallegir sumarlitir sem fara litla fólkinu vel!aswegrowss1412Æðislegur Jón Sigurðsson sem er kominn uppá vegg núna í Kraum Junior!
aswegrowss149 aswegrowss148 aswegrowss143 aswegrowss147Mér finnst þessi rauði litur alveg æðislegur. Fallegur kjóll sem væri fullkominn sem jólakjóll í lok ársins. Skartið frá Hring eftir Hring fyrir litlu konurnar er svo dásamlegt.aswegrowss146Falleg útgáfa af fína treflinum frá merkinu.aswegrowss142Hér má svo sjá æðislega viðurkenningu sem merkið fékk í ár frá Grapevine!

Ég er mjög spennt fyrir nýju línunni. Mér finnst nýju litirnir rosalega fallegir og ég er nú þegar búin að spotta eitt dress sem mig langar að gefa einni óléttri vinkonu í sængurgjöf sem ég veit að er rosalega hrifin af merkinu og langar mikið í flíkur frá þeim. Ég mæli svo eindregið með ferð í Kraum Junior sem ég einmitt skrifaði um HÉR virkilega falleg búð með fallega hluti fyrir litla fólkið.

Ég get ekki lofað þessi föt nógu mikið – þau eru ekki bara falleg, þau eru mjúk og hlý og Tinna líður svo vel í sínum :)

EH

Tips: Mattar varir á augabragði!

Skrifa Innlegg