fbpx

Myndir úr Kraum Jr.

Ég Mæli MeðFallegtTinni & Tumi

Ég minntist á nýja barnadeild í hönnunarversluninni Kraum í Aðalstræti í síðustu viku HÉR. Ég lofaði fleiri myndum frá heimsókn minni í verslunina og hér koma þær.

Það er ótrúlega mikið fallegt í versluninni sem var sett upp m.a. af smekkkonunum sem standa á bakvið íslenska merkið As We Grow sem ég hef fjallað um HÉR. Rýmið er nú ekkert sérstaklega stórt en þeim hefur tekist að nýta það ótrúlega vel og það eru margar skemmtilegar lausnir sem hæfa þessu gamla húsnæði vel eins og frístandandi slá sem er gerð úr pípulögnum.

Við kíkjum reglulega inní Kraum til að dást að fallegum vörum sem fást þar og nú verður gaman að fylgjast með Kraum Jr. dafna og vonandi stækka :)kraumjr21Gambur er kind í formi rugguhests sem myndi sóma sér vel sem stofustáss eða fallegt leikfang í barnaherbergi.kraumjr20Fallega skartið frá Steinunni Völu í Hring eftir Hring fæst í versluninni í barnastærð.kraumjr19Mér finnst þetta æðisleg fataslá sem As We Grow snillingarnir settu saman út rörum í Byko ef ég man rétt. Þarna sjáið þið silfur, gull og kopar sett saman í flotta frístandandi slá. Ég hef séð alls konar útfærslur af svona slám en þá eru þær venjulega hengdar í keðju eða festar í vegg – frístandandi hef ég ekki séð en svona langar mig í! Fallegu flíkurnar mættu alveg fylgja með líka :)kraumjr18 kraumjr16 kraumjr15Svo fallegir diskar fyrir lítið fólk.kraumjr14 kraumjr13Falleg veggspjöd frá As We Grow.kraumjr12 kraumjr10 kraumjr9Ég elska þennan fallega græna lit frá As We Grow.kraumjr8Mig langar svo í trefil í stíl við Signature peysuna frá As We Grow sem Tinni Snær fékk í jólagjöf frá ömmu sinni og afa.kraumjr7Virkilega skemmtileg uppstilling í stiganum og þarna nýtist plássið hjá hurðinni sem er ekki í notkun. As We Grow teppin koma svo fallega út í stiganum en hann er frá ILVA.kraumjr6Ljósasería sem er unnin úr endurunnum fernum.kraumjr5Mig langar svo í dökkbláu kápuna frá As We Grow á Tinna Snæ – mér finnst hún svo falleg og ég held að Tinninn minn verði voða krútt í henni. Mig hefur langað í hana síðan ég sá hana fyrst, vonandi verður hún mín já eða Tinna sem fyrst.kraumjr4Fallegur múrsteinsveggur með gallanum frá Farmers Market í aðalhlutverki.kraumjr3Ég elska gallann hans Tinna en þetta er ein af fyrstu flíkunum sem ég keypti þegar ég vissi að ég ætti von á barni. Gallinn kostar smá en hann er þess virði og rúmlega það. Falleg og hlý flík sem á eftir að ganga á milli barnanna minna.kraumjr2Fallegur hvalaórói sem yrði falleg skreyting í barnaherbergi.kraumjrVirkilega skemmtilegur origami fugl sem er gerður úr gömlum landakortum.

Ég mæli með að þið kíkið við í Kraum Jr. næst þegar þið eigið ferð í bæinn. Mikið af skemmtilegum vörum fyrir börn og á næstunni eru væntanlegar fleiri nýjungar í verslunina og þar á meðal verður dót fyrir börn í aðalhlutverki. Falleg og eiguleg leikföng – ég var búin að sjá smá af leikföngunum sem þeim langaði að vera með og mér líst svo vel á þau ég vona að það gangi upp.

Annars verð ég að minnast aftur á gæðin í vörunum frá As We Grow sem eru einstakar flíkur, fallegar, eigulegar sem endast vel og ég get svo svarið að ég held stundum að flíkurnar þrífi sig sjálfar. Ég hef alla vega aldrei skellt flíkunum sem Tinni á frá merkinu í þvott en það sést ekki á þeim!

EH

CC krem - hvað er til? hver er munurinn?

Skrifa Innlegg