fbpx

Sumarið frá Lancome

FallegtFörðunarburstarLancomemakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS14

Hjá mörgum merkjum eru fjórar mismunandi línur sem koma ár hvert eða sérstakt lúkk – haust, vetur, vor og sumar. Við á Íslandi fáum þó sjaldan allar línurnar algengast er að haustið og vorið komi til okkar. Mér þykir því alltaf gaman þegar vetrar- (sem eru yfirleitt hátíðarlínur) og sumarlínurnar koma til landsins.

Í ár fáum við nokkrar sumarlínur ein af þeim er frá Lancome og í ár heitir hún French Riviera og hún er innblásin frá ströndinni og sjónum. Bláir og gylltir litir einkenna vörurnar og greinilegt að blái liturinn kom mun sterkari inn sem sumar förðunartrend en margir áttu von á. Það var þó alveg fyrirséð að gullið yrði áberandi. Mér finnst innblásturinn alveg dásamlegur og mig langar bara að fara í næstu flugvél sem getur fært mig nær suður Frakklandi þar sem sólin er án efa tíðari gestur en hér á Íslandi.

Ég fékk að prófa nokkrar vörur til að deila með ykkur og ég verð að segja að að mínu mati er ein af þessum vörum ómissandi – Bronzing burstinn!!!

lancome

Bronzing burstinn er bara sjúkur – hann er risastór og einn mýksti bursti sem hefur fengið að strjúka húðina mína. Þessi er eiginlega dálítill puntbursti og hann er dásamlegur til að stilla upp á snyrtiborði. Það sést vel á burstanum að mikil vinna og mikla pælingar hafa farið í þennan eina bursta en það gerir hann að sjálfsögðu mjög sérstakan. Utan um burstann kemur hólkur sem heldur lögun burstans. Burstinn er hugsaður til að bera sólarpúður á húðina og gefa húðinni þá mjúka og áferðafallega skyggingu. Persónulega finnst mér það alltaf fallegast þar sem mjúku skyggingarnar eru auðvitað náttúrulegastar. Burstinn er svo líka tilvalin til að bera sólarpúður niður á bringu og gefa henni þannig fallegan lit.

lancome5

Burstinn er sjúklega stór eins og þið sjáið vonandi og hann bara verðið þið að fá að prófa að strjúka yfir húðina ykkar ef þið hafið tækifæri til.

lancome3

En að hinum vörunum í línunni. Eins og ég segi hér fyrir ofan þá eru það gull og blár sem einkenna línuna. Stórt sólarpúður og falleg naglalökk fylgdu mér í poka.

lancome7

Bleika litinn hef ég fengið ófáar fyrirspurnir um en honum hef ég skartað á nokkrum Instagram myndum undanfarið (fylgið mér endilega @ernahrund). Liturinn er ofboðslega fallegur rósableikur litur. Hann er mjög þéttur og lakkið gefur nánast svona gel áferð yfir neglurnar. Glansinn er mikill og lakkið endist vel en það var svona í sirka 5 daga á nöglunum mínum áður en það fór að kvarnast uppúr því. Athugið að ég nota hér base og top coat. Ég get ómögulega fundið hvað liturinn heitir en þið getið vafalaust leitað ykkur aðstoðar hjá Lancome skvísunum.

lancome2

Blái liturinn er einn af mínum uppáhalds í augnablikinu en þetta er líka svona litur sem mér finnst virka inní haustið og jafnvel veturinn. Bláa litinn sjáið þið allt um HÉR.

lancome4

En að sólarpúðrinu sem er gjörsamlega dásamlega fallegt þegar maður opnar það í fyrsta sinn. Hér er á ferðinni mjög fallegur brúnn litur með gylltri sanseringu. Gull liturinn fer auðvitað sólarbrúnni hörun mjög vel en ég er að vinna í mínum lit með hjálp sjálfbrúnku ég mæli með því að þið gerið það líka – engir sólarbekkir takk! Gyllta sanseringin er þó bara uppá punt en hún fer að miklu leyti eftir fyrstu notkun. Eftir situr þó fallega rósamunstrið sem einkennir margar förðunarvörur hjá merkinu og þá sérstaklega litaval. Sólarpúðrið kemur í stórum umbúðum og ég sé fram á að þetta muni endast vel og lengi.

lancome6

En hér sjáið þið þá brot af sumarlínu Lancome. Vörulínuna í heild sinni getið þið forvitnast um á sölustöðum merkisins sem er á fjölmörgum stöðum. Ég heimsæki mínar Lancome skvísur reglulega þær Kristjana og Bára eru alltaf svo liðlegar í að aðstoða og venjulega dettum við alltaf í mjög langt spjall þegar við hittumst.

Fullt af fallegum sumarlínum frá snyrtivörumerkjunum sem fást á Íslandi eru nú þegar komnar í búðir. Nú vantar okkur bara sólina sem ég hélt að ætti að fylgja þeim til landsins :)

EH

Vörurnar sem ég sýni í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Snyrtivörur helgarinnar

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Lára

    9. July 2014

    Setur maður þetta púður yfir allt andlitið eða bara til að skyggja með ?

    • Ég nota sólarpúður yfirleitt til að skyggja með. En með svona stórum bronzing bursta eins og ég sýni hér líka er hæglega hægt að nota það yfir allt andlitið og líka líkamann eins og ég nefni. Það er bara mikilvægt með svona púður ef það á að nota þau í meira en bara skyggingar að hafa í huga að minna er meira og létt áferð er mun náttúrulegri en of mikið getur orðið gervilegt :)