fbpx

Blue, blue, blue…

Ég Mæli MeðFashionneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mínSS14StíllTrend

Ég er in love af nýjasta naglalakkinu í snyrtibuddunni. Það er sko BLÁTT! En framarinn í mér er sjúk í litinn sem neglurnar mínar eru búnar að klæðast síðustu daga og mig langar eiginlega ekkert að skipta. Þrátt fyrir að þetta sé mjög svo óhefðbundinn litur sem mögulega ætti ekki að passa við mikið þá finnst mér hann passa við allt.

bláarneglur2

Lakkið flotta er úr sumarlínunni frá Lancome. Naglalökkin frá merkinu eru voðalega einföld í útliti en gæðin eru svo sannarlega til staðar. Liturinn heitir Nuit D’Azur og er úr French Riviera línunni hjá Lancome.

bláarneglur

Ég er nú alveg spennt fyrir því að framundan sé trend í bláum naglalökkum en það munum við sjá hvort standist hjá mér þegar haustlínur merkjanna detta í verslanir. Alla vega þá er blár litur í sumarlínu YSL sem ég sýndi ykkur um daginn en því miður mun það lakk ekki koma til landsins. Svo er ekki hægt að tala um blá naglalökk án þess að minnast á uppáhalds sumarlakkið mitt frá Dior Porcelaine sem er pastelblátt. Mér finnst þetta sjúkur litur og ég held að hann sé fullkominn við all white dress – sammála?

Einnig kom svona blár eyeliner sem þið sjáið frama á nýjasta Lifið Heil (tímarit Lyfju) en þar má sjá gullfallega förðun eftir hina yndislegu Kristjönu hjá Lancome.

EH

p.s. hafið þið nokkur tíman vitað um jafn naglalakkaóða manneskju og mig… ;)

Naglalakkið sem ég nota í þessari færslu fékk ég sent sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Einfalt og fullkomið

Skrifa Innlegg