fbpx

Snyrtivörur helgarinnar

Ég Mæli MeðHúðLífið MittMakeup ArtistSnyrtibuddan mínSnyrtivörurSS14

Þegar förðunarfræðingurinn og -bloggarinn ég ferðast þá liggur við að allt snyrtidótið sé rifið upp og tekið með. Þegar við fjölskyldan fórum í frí í sumarbústað við Stykkishólm um helgina var það bráðnauðsynlegasta að sjálfsögðu tekið með. Sjampó, þurrsjampó, hárnæring, hárolía, hárbursti, þrjú rakakrem, húðskrúbbur, líkamskrem, sólarvörn og ég gæti talið svo margt meira upp. En mér finnst þó eins og alltaf miklu skemmtilegra að sýna ykkur það…

 Hárið:ferðadót3

Vörurnar sem þið sjáið hér fyrir ofan skrifaði ég um fyrst þegar þær komu til landsins þær bera nafnið EVA-NYC og býður merkið m.a. uppá besta þurrsjampóið – að mínu mati :) Ég fæ ekki nóg af þessu þurrsjampói, ég hef prófað fjölmörg, sum eru mjög góð, önnur ekki eins en þetta hér ber af. Ástæðan fyrir því er hversu létt það er, það þyngir ekki hárið mitt eins og mér finnst mörg gera og því fær hárið góða lyftingu um leið og ég nota það. Þurrsjampó er hárvaran sem ég myndi alltaf taka með mér á eyðieyju – og alltaf myndi ég velja mér þetta. Sjampó og hárnæring í mini stærð er svo tilvalið í helgarferð eins og mín var en ferðapakkningarnar sem þið sjáið hér eru þó ansi veglegar að mínu mati. Fyrir ykkur sem vitið það ekki þá fáið þið þessar vörur t.d. í Lyfju og nú Fjarðarkaupum. Þetta eru góðar hárvörur á góðu verði.

Líkamsskrúbbur:

ferðadót4

Það er eflaust ekki margar sem eru með líkamsskrúbb ofarlega á lista yfir það sem á að fara með í ferðalag. En þessi verður að koma með mér þar sem ég set mér þá reglu að skrúbba húðina helst tvisvar í viku. Hér sjáið þið sykurskrúbb frá Burt’s Bees sem ilmar af dásamlegum berjum og skilur húðina eftir silkimjúka og sykursæta. Ég skrúbba yfir lærin, í kringum magan og upphandleggina og nudda honum svo létt yfir restina af líkamanum. Ég nudda alltaf vel yfir slitförin mín þar sem þau eru auðvitað að miklu leyti dauðar húðfrumur og með því að skrúbba þau hjálpa ég húðinni þar að endurnýja sig og húðin verður í kjölfarið mun mýkri.

Eftir sturtuna:

ferðadót5

Það fyrsta sem ég geri eftir sturtu og þurrk er að bera á mig Body Sculpter gelið frá Biotherm. Þetta er alveg æðislegt gel sem hefur stinnandi og sléttandi áhrif á húðina. Gelið veitir þægilega kælandi tilfinningu, kremið inniheldur caffeine svo það er dásamlegt að nota það á morgnanna til að vekja húðina vel. Ég ber það yfir magan, á lærin og á upphandleggina og nota það sirka 1-2 sinnum í viku. Húðin mín finnst mér mun áferðafallegri eftir notkun. Ég er yfirleitt með svona krem alltaf í notkun en síðast var það Shiseido kremið sem ég skrifaði um fyrir ári síðan sem ég testaði á slitförunum mínum – bar bara á förin framan á maganum og viti menn eftir 4 vikna notkun voru þau glær en förin á hliðunum enn jafn rauð og áður. Bæði þetta frá Biotherm og frá Shiseido er með sterkum og frískandi ilmi sem mér finnst af einhverjum ástæðum skipta miklu máli. Þetta gel mun alla vega fylgja mér allt í sumar og hefur fylgt mér allt hingað til. Næst ber ég Milk & Honey bodylotion frá Burt’s Bees yfir hin svæði líkamans og dreifi vel úr. Það er must að öll húðin fái góða næringu. Þegar maður stingur af í sumarbústað til að slaka á er maður kannski ekki mikið að nota beint ilmvötn. En ég er alveg húkkt á ilmvötnum og þegar maður vill bara hafa léttan ilm sem er frískandi þá er alltaf best að velja eau fraiche ilmvötn. Þau eru ekki jafn þung, endast ekki jafn lengi og eau de parfum en samt passlega lengi. Þessi frá Biotherm hefur fengið að eiga heima í sundtöskunni minni og fékk að koma með í þessa sumarbústaðaferð. Eau fraiche ilmvötn má meira líkja við frískandi bodyspray nema þau eru að mínu mati talsvert betri og vandaðri.

Svo er það hárolían góða. Þessi sem þið sjáið hér er léttari útgáfan af L’Oreal hárolíunni, hún fæst ekki á Íslandi en ég fékk hana í Svíþjóð. Hárið mitt þolir ekki venjulegu L’Oreal olíuna en þessi er fullkomin fyrir það. Ég nota alltaf olíu í hárið, annað hvort þessa eða Sebastian olíuna mér finnst þær tvær lang bestar. Þessi kemur í spreybrúsa og ilmar dásamlega. Svo er enginn bursti jafn góður í blautt hár og Wet Brush sem ég hef skrifað um HÉR.

Andlitið – dagur:

ferðadót2

Hér verð ég að sjálfsögðu fyrst að minnast á uppáhalds kremið mitt frá Skyn Iceland the Antidote Cooling Daily Lotion fæst HÉR. Þetta krem vekur andlitið mitt eins og Body Sculpterinn vekur líkamann. Kæling og dásamleg mýkt með þessu æðislega kremi fá þessu dásamlega merki. Ég hef skrifað um það áður en ég held ég geti ekki lofað það nógu mikið. Þetta mun ég kaupa mér aftur og aftur og aftur. Kremið er mjög létt og ég hef því vanið mig á að nota það undir önnur krem. Ég leyfi kreminu að fara vel inní húðina og ber svo annað rakakrem yfir. Ég tók með mér þrjú önnur rakakrem – já ef til vill aðeins of mörg en ég gat ekki valið. Fríið gaf mér tækifæri til að nota Le Weekend kremið úr trio krema línunni frá Chanel. En rannsóknir Chanel sýna að húðin okkar vinnur öðruvísi þegar við slökum á eins og þegar við erum í helgarfríi. Merkið sendi því frá sér ekki fyrir svo löngu línu með þremur kremum – fyrir daginn, kvöldin og helgarnar. Helgarkremið er ótrúlega létt og þægilegt og kemur í pumpu. Embryolisse rakakremið er svo stórkostlegt, það fæst HÉR. Þetta er vörumerki sem svo margir af þekktustu förðuarfræðingum heims hrífast af við fyrsta test þar er ég á meðal. Kremið er milli þétt og gefur því mjög góðan og langvarandi raka. Það besta við þetta er að kremið kemur í þannig túbu að maður á kost á að klára það allt, hvern einn og einasta dropa. Að lokum er það EGF dagkremið frá Sif Cosmetics en ég hef verið að prófa vörur frá merkinu og líkar svo vel við þær að ég gat ekki skilið þetta eftir heima.

Eitt augnkrem fékk að koma með það fyrsta sem ég fann og eitt af mínum uppáhalds. Visible Difference kremið frá Elizabeth Arden er létt en drjúgt og gefur húðinni í kringum augun góðan raka. Þetta krem er eitt af þessum kremum sem ég get vel mælt með sem fyrsta augnkremið ef þið eruð í þannig pælingum.

Loks Miracle Skin Cream frá Garnier eina förðunarvaran sem var notuð daglega. Léttur litur, frískandi ljómi bara smá litur til að gera húðina aðeins fallegri en vanalega. Þetta krem er eitt af mínum all time uppáhalds sérstaklega útaf mikla rakanum sem því fylgir.

Andlitið – nótt:

ferðadót

Ég var ekkert mikið að farða mig á daginn. Ég notaði bara krem í andlitið og það var svo sem ekkert sérstakt veður til að vera mikið úti – ekki einu sinni útá palli. En það kom reyndar einn sólardagur og þá setti ég á mig sólarvörn. Annars þreif ég bara húðina með nýja létta hreinsivatninu frá L’Oreal, Sublime Soft Pure Micellar Cleansing Water. Strauk því yfir húðina í bómullarskífu, það hefur mjög frísklega og þægileg áhrif á húðina og tekur svona þessi helstu óhreindi. Ég var með aðra hreinsa með mér sem voru ekki mikið notaðir en eftir heimkomu var húðin skrúbbuð vel með nýjum hreinsibursta (meira um það seinna). Á kvöldin bar ég svo á mig Radiance Night Cream frá Burt’s Bees en þetta er krem sem ég átti eiginlega erfitt með að trúa að væri krem en ekki highlighter. Sanseraðra krem hef ég sjaldan séð. Kremið er ótrúlega létt og gefur húðinni fallegan ljóma en markmið kremsins er einmitt að vinna í ljóma húðarinnar á nóttunni svo þegar við vöknum verði hún alveg ljómandi falleg. Fyrir svefn hef ég svo vanið mig á að bera á varirnar varasalva – Baby Lips fékk að koma með í þessa ferð en þessir litlausu eru með SPF 20 og hentaði þessi því vel þennan eina sólardag :) Svo er það dásamlegi möndlu og mjólkur handáburður sem ég ber á hendurnar á hverju kvöldi fyrir svefn. Hann hef ég skrifað meira um HÉR.

Þó svo maður fari í smá frí þá þýðir það ekki að húðumhirðan eigi að fara í frí um leið – alla vega er það ekki í boði hjá mér :)

EH

Perfect Nude nails

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Þurý Björk

    23. July 2014

    Má til með að deila með ykkur einu því besta beauty ráði sem ég hef fengið hingað til; að nota örvarrót eða arrow root sem þurrsjampó. Þetta er náttúruleg sterkja, engin aukaefni og ekkert drasl. 500 kr. krukkan og bara skellt í með gömulm púðurbursta og volá! Fljótvirkt og gefur lyftingu í hárið. Ég fékk mitt í Fræinu í Fjarðarkaupum en ætti að fást í flestum heilsubúðum.