fbpx

Möndludásemd

Burt's BeesÉg Mæli MeðLífið MittNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ein af nýjustu snyrtivörunum mínum sameinar tvo af mínum uppáhalds hlutum – handáburð og möndlur.

Ég er með rosalega þurrar hendur og ég er því sjúk í handáburði. Ég held að sú snyrtivara sem ég kaupi  mest af sé klárlega handáburður – það er alltaf auðvelt að selja mér svoleiðis:) Ég hef aðeins verið að fá að kynnast vörunum frá Burt’s Bees sem mér finnst mjög skemmtilegar sérstaklega vegna sögunnar á bakvið vörurnar sem ég ætla að skrifa betur um seinna. En fyrst varð ég bara að kynna fyrir ykkur þennan dásamlega handáburð.

Eins og ég segi þá geta hendurnar mínar orðið mjög slæmar af þurrki. Ég nota alltaf dip hreinsa til að þrífa naglalökk og stundum tek ég margar naglalakksmyndir á dag fyrir síðuna. Þá sérstaklega þorna hendurnar upp – ég nota samt alltaf Astintone lausa hreinsa en það er greinilega slæmt að nota þá kannki 10x á dag… :(

Um daginn átti ég þannig dag og ég fann hvað mér leið illa í höndunum – þið vitið hvernig það er þegar hendurnar þorna bara smám saman upp þá líður manni eins og þær séu eins og sandpappír og manni svíður í hendurnar. Ég mundi þá eftir þessum handáburði sem ég átti eftir að finna tækifæri til að testa og þessi er nú kominn í hóp uppáhalds.

möndlur2 möndlur

Handáburðurinn er ótrúlega þéttur og þykkur og þa þarf lítið sem ekkert af honum svo þessi 57 gr ættu að endast mér lengi. Ég er samt ekkert svo bjartsýn því ég er orðin svo húkkt á honum að ég nota hann aftur og aftur og aftur. Ilmurinn finnst mér þó bestur en hann er gerður úr möndlum – en hann ilmar í stíl við innihaldið. Það er svona gómsæt marsípan lykt af honum.

Handáburðurinn inniheldur E vítamín og möndlur sem næra hendurnar og mýkja þær og svo er það býflugnavaxið sem verndar hendurnar á meðan hin efnin vinna á þurrkinum.

Ég er yfirleitt alltaf með einn handáburð á náttborðinu hjá mér – stundum fleiri en nú er þessi þar einn og sér. Það síðasta sem ég geri áður en ég fer að sofa er að bera smá möndluáburð á hreinar hendurnar og svo þegar ég vakna eru þær silkimjúkar og dásamlegar!

EH

Handáburðinn fékk ég sendan sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Sýnikennsluvideo: fingramálning

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Inga Rós Gunnarsdóttir

    15. June 2014

    Mæli með Hemp Hand Protector frá The Body Shop, er alltaf þurr á höndunum og sérstaklega í kringum neglurnar en þessi er eini sem ég þarf ekki að vera að setja endalaust aftur á mig því hann heldur rakanum svo vel :)