Það er með miklum spenningi sem ég set af stað næsta sumarleik þessi er númer tvö af þrjú þetta árið. Ég er svakalega spennt fyrir þessum en 20 heppnir lesendur sem taka þátt eiga kost á að eignast nýjasta maskarann frá Maybelline. Maskarinn er ekki einu sinni kominn á alla sölustaði merkisins svo ég fæ að þjófstarta fjörinu smá!
Þriðji leikurinn fer svo af stað á laugardaginn þar sem þið getið eignast glæsilega gjafakörfu af líkamsdekurvörum frá merkinu I Love… – ef þið eruð með mig á Instagram @ernahrund þá ættuð þið að vera einhverju nær.
En aftur að Lash Sensational – ég ætla reyndar að segja ykkur enn betur frá honum síðar en ég er búin að vera svo heppin að fá að prófa þennan maskara. Ég er búin að nota hann á hverjum degi í viku núna og það sem ég kann mest að nota er endingin. Augnhárin haldast nákvæmlega eins allan daginn, þau haldast uppi allan daginn, maskarinn hrynur hvorki né smitar frá sér og formúlan er kolsvört. Hér sjáið þið mig með þennan glæsilega maskara.
Varaliturinn er líka nýr frá Maybelline og ég skartaði honum á fallegum og björtum vordegi í Reykjavík – meira um hann seinna en hann er ekki kominn í verslanir ;)
Lash Sensational maskarinn er glænýr og með honum hefur merkið 100 ára afmælisfögnuð sinn en merkið var stofnað árið 1915 og hefur verið leiðandi á sviði maskara alla tíð síðan. Ég hef alltaf verið svakalega hrifin af möskurunum frá Maybelline og einn sá allra besti að mínu mati er einmitt elsti maskarinn hjá merkinu Great Lash – já og elsti sjálfvirki maskarinn í heiminum. Formúlan er bara svo tryllt! Næst á eftir kemur Rocket maskarinn sem mér finnst alveg æðislegur.
En að Lash Sensational – greiðan er úr gúmmíi sem ég kann vel að meta. Það eru þó nokkur lög af gúmmíhárum á burstanum sem er smá sveigður. Þetta gerir það að verkum að maskarinn nær að breiða úr augnhárunum í kringum allt augað. Hann nær að leyfa hverju augnhári að njóta sín og teygir þau mjög hátt. Það er virkilega þægilegt að bera formúluna á augnhárin og að nota burstann til að móta augnhárin eftir ykkar höfði.
Hér er ég bara með eina umferð – bara eina! Mér finnst það nóg svona dags daglega og ég á eftir að ná að sjá hve máttugur maskarinn er í raun en ég bara get einfaldlega ekki beðið eftir því. Vonandi næ ég að gera það áður en ég dreg úr leiknum á laugardaginn.
Ég og Maybelline ætlum að gefa 20 lesendum Lash Sensational maskarann í sumargjöf – ef þið viljið eiga kost á því að eignast hann þá þurfið þið að…
1. Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann hér fyrir neðan.
2. Skilja eftir athugasemd við færsluna undir fullu nafni með fallegri sumarkveðju – athugið að ég dreg eingöngu úr athugasemdum sem eru skildar eftir við færsluna ;)
Svo langar mig að þakka ykkur kærlega fyrir allar fallegu sumarkveðjurnar sem þið skylduð eftir undir síðustu færslu. Ég óska ykkur og öllum ykkar gleðilegs sumars og ég vona innilega að þið hafið átt yndislegan dag með fólkinu ykkar.
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Gjafaleikurinn er ekki settur upp gegn greiðslu heldur bara til að gleðja lesendur og fagna sumrinu***
Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL
Skrifa Innlegg