fbpx

Á náttborðinu

DiorFallegtIlmirLífið MittSS15

Gleðilegt sumar kæru lesendur. Mikið vona ég að þið eigið eftir að njóta dagsins í faðmi ykkar nánustu – ég veit alla vega að það er það sem ég ætla að gera.

Bókin sem hefur legið á náttborðinu mínu núna síðustu kvöld er kannski ólík bókum sem prýða mörg önnur náttborð en mér finnst eitthvað svo viðeigandi að segja ykkur aðeins frá henni á degi sem þessum…

Screen Shot 2015-04-21 at 10.08.01 PMDior – Les Parfums…

Bókina er ég að lesa vegna rannsóknarvinnu og gagnasöfnunar fyrir grein sem ég er að skrifa í næsta tölublað Reykjavík Makeup Journal. Ég ætla ekki alveg að segja ykkur strax um hvað greinin snýst en ég efast ekki um að þið verðið jafn heillaðar og ég. Bókin er virkilega vönduð og í henni er farið yfir allt sem tengist ilmum Dior og margt merkilegt sem kemur þar fram sem ég vissi ekki áður.

Á meðan ég fletti í gegnum síður þessarar fallegu bókar læt ég mig dreyma um að ég sé stödd í rósagarði Dior. Þar má finna allar þær blómategundir sem eru notaðar til að gera ilmina og þar held ég að það sé svo sannarlega ljúft að vera. Ég veit alla vega að það yrði draumur sem myndir rætast hjá mér bara að fá að sjá þennan garð sem ég læt mig nú dreyma um að sé einn sá mest töfrandi staður á jörðinni.

Ég er búin að komast að alveg ofboðslega mörgu skemmtilegu og áhugaverðu um Christian Dior sjálfan eftir lesturinn og eitt af því sem kom mér mest á óvart var að komast að því að það var jafn mikið markmið hjá honum að verða fremsti ilmvatnsgerðarmaður í heiminum eins og það var að verða fremsti fatahönnuður í heiminum – J’Adore…!

Hér sjáið þið svo nafn dömunnar sem fær fallega Staying Neutral Inifinity Shine lakkið ásamt grunn- og yfirlakki úr nýjust línu OPI.

Screen Shot 2015-04-22 at 9.41.51 PM

Innilega til hamingju Kristveig með vinninginn – endilega sendu mér línu á ernahrund(hjá)trendnet.is svo ég geti látið þig vita hvar þú getur nálgast vinninginn. Ég þakka öllum kærlega fyrir þáttökuna og vona að þið látið nú verða af því að prófa þessi æðislegu lökk!

Fylgist svo með því seinna í dag ætla ég að setja næsta sumargjafaleik í gang – ég er svakalega spennt fyrir þessum en ég ætla að gefa glænýja Maybelline maskarann – Lash Sensational og já það verða þónokkrar heppnar dömur sem fá þennan gæðagrip!

Njótið dagsins og bjóðum sumarið velkomið.

EH

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Til hamingju með afmælið...

Skrifa Innlegg