fbpx

Sumar á segldúk

Annað DressLífið Mitt

Einn vindasaman kuldadag í Reykjavík stillti ég mér upp fyrir framan þennan snilldarsegldúk sem er staðsettur fyrir framan vinnu vinar okkar Aðalsteins. Á segldúknum er alltaf sól og þar eru pálmatré og hvít strönd. Þennan dag óskaði ég þess svo innilega að ég væri stödd þarna og á undarlegan hátt var ég þar :)

Ég er í uppáhalds buxunum mínum sem ég fékk í Nike versluninni – þið sjáið þær betur hér fyrir neðan.Ég sá á facebook síðunni þeirra að þær voru að koma aftur í gær. Síðast þegar þær komu fór ég beint í búðina um leið og það opnaði og það var akkurat eitt stk til í minni stærð. Þær eru fullkomnar í allt ég nota þær dags daglega og heima í léttar æfingar. Þið fáið buxurnar HÉR – mig dauðlangar í einar gráar líka! Ég er í stærð S ef þið eruð að pæla í stærðum.

En ef sumarið fer ekki að láta sjá sig þá held ég að ég planti mér bara hjá þessum segldúk – mér líður vel þar:)

EH

Bloggáskorun #5 - Innblástur

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Sirra

    26. June 2013

    Geggjaðar buxur..langar mikið í svona!! En hey ég skal koma og vera með þér hjá þessum segldúk!

  2. Aldís

    26. June 2013

    ..er þetta ekki tilvalið “propps” eða “location” fyrir summer oroblu ??