Ég er alltaf að rekast á myndir á netinu þar sem erlendar makeup skvísur sýna hvernig er best að ýta undir andlitsdættina og móta andlitið með dökkum og ljósum litum. Ég er fyrir löngu komin með leið á þessum erlendu myndum og ákvað að skella í eina svona stuta myndasýnikennslu sjálf :)
Mig langa að taka það fram að þetta geri ég alls ekki á hverjum degi. Þetta er kannski aðeins of mikið af hinu góða svona dags daglega en smellpassar hins vegar fyrir t.d. leikhúsfarðanir. Nei ég nota sömu litatækni bara með öðrum vörum. Ég nota reyndar hyljara til að lýsa upp sömu svæði andlitsins og einmitt oftast sama hyljarann og ég nota í þessari sýnikennslu en þar sem ég set dökka litinn nota ég oftast sólarpúður. Ég nota léttan farða eða BB krem sem ég blanda hyljarann saman við, set létt litlaust púður yfir allt andlitið og skyggi svo með sólarpúðrinu.
Ég byrja fyrst á því að setja litina á andlitin. Hafið í huga að ljósir litir þeir draga fram. Ég set t.d. ljóst undir augabrúnirnar til að lyfta þeim upp svo augnvæðið mitt verður stærra og bjartara. Ég set það líka ofan á kinnbeinin því ég vil draga þau upp. Dökkir litir þeir ýta inn, með þeim búum við til skugga. Ég set t.d. dökka litinn undir kinnbeinin til að ýkja skuggann undir kinnbeinunum og þannig virðast þau standa meira út. Dökka litinn set ég líka meðfram hárlínunni til að ramma andiltið mitt fallega inn og mýkja andlitsdrættina.
Hér er ég svo búin að blanda litunum saman – hér sjáið þið hvað litirnir tveir geta gert ótrúlega mikið. Ég nota Expert FAce Brush frá Real Techniques til að blanda litunum saman. Hér er ég svo búin að bæta við smá kinnalit í kinnarnar, varasalva á varirnar og setja maskara á augnhárin. Hér sjáið þið hyljarana sem ég notaði í verkið – þeir eru frá L’Oreal og heita True Match. Ég valdi þá í þetta verk því þeir eru ótrúlega þéttir í sér. Gefa þétta og matta áferð og litirnir í þeim eru mjög sterkir. Þetta eru litir nr. 1 og nr. 5 en þennan ljósari nota ég sjálf á hverjum degi og mæli hiklaust með honum – hann hylur allt!Nýtið ykkur samspil ljósa og dökkra tóna til að móta ykkar andlit eins og þið viljið hafa það ;)
EH
Skrifa Innlegg